Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 36

Réttur - 01.02.1925, Page 36
38 Rjettur engin ný bóla. Um 1870, þegar jafnaðarmensku-hreyfingin barst til Danmerkur, var stefna sú af flestum talin óalandi og óferjandi. En nú situr að völdum jafnaðarmannaráðuneyti þar í landi. Þó að rekstursráðin sjálf eigi ekki langa sögu að baki, ber þó þess að gæla, að hugmyndin er í raun og veru ekki ann- að en nýtt viðhorf á verkalýðshreyfingunni. Fyrir skömmu síðan voru afskifti verkalýðsfjeiaganna álitin ósæmileg skerð- ing á ákvörðunarrjetti atvinnurekanda um upphæð kaupgjalds, vinnutíma o. s. frv. En þegar betur var að gáð, komust margir að raun um það, að atvinnurekstur, sem ræður af- komu fjölda manna, á ekki eingöngu að vera háður og hon- um stjórnað af einstökum gróðamönnum, heldur miklu frem- ur eigi slík fyrirtæki að vera undirorpin gagnrýni og eftirliti almennings. Nokkurskonar undanfari hinna eiginlegu rekstursráða má telja skipun trúnaðarmanna (Tillidsmandssystemet) af hálfu verkalýðsins í ýmsum iðngreinum í sumum nágrannalöndun- um. Pað fyrirkomulag er hjer um bil 25 ára gamalt, og í því fólgið, að verkamenn hverrar iðngreinar eða atvinnurekst- urs velja einn trúnaðarmann úr sínum hópi og á hann að gæta hagsmuna þeirra hjá atvinnurekendunum. En verka- menn þóttust þrátt verða varir við ýmsa galla á þessu skipu- lagi. Sérstaklega var verksvið trúnaðarmannsins talið óákveðið og áhrifalítið, og þar sem aðeins var að ræða um einn mann í hverri atvinnugrein, var mjög örðugt að fá hæfan mann, sem bæði hefði reynslu og þekkingu á sem flestum sviðum atvinnurekstursins, og væri auk þess vel fallinn til samvinnu við atvinnurekendur. Einnig þótti mjög örðugt að tryggja slíkum trúnaðarmanni fasta vinnu, ef hann barðist ötullega fyrir kröf- um félaga sinna, eða verjast því, að honum væri sagt upp starfinu fyrir litlar eða engar sakir. Nú skal vikið að upphafi rekstursráðanna erlendis, og saga þeirra lauslega rakin, í hverju landi fyrir sig. Verður þá fyrst fyrir hið forna og nýja menningarland

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.