Réttur - 01.02.1925, Page 25
Rjeitur
27
torginu, en hin að Tiberfljótinu. Jirngrindur eru með fram-
hliðinni og súlnagöng þar fyrir innan. Haflarvö ðurinr, stór
maður í snotrum einkennisbúniugi, opnaði fyrir okkur og
hleypti okkur inn fyrir grindurnar, en lokaði svo grindahurð-
inni, er við vo.um komnir inn. Mítti hann oft vera að opna
og loka, því að altaf voru smáhópar að bætast við. Nú óx
háreystin úti fyrir, ópið og veinið um allan helming. Hallar-
vörðurinn veifaði hendinni og hljóp frá grindunuin og fólkið
þaut í ofboði inn fyrir steinsúlurnar. Allir bjuggust við, að
þá og þegar myndi dynja skothríð á framhliðina á höllinni
Allir biðu tiú urn stund fyiir innan súlurnar. Jeg var í fjettrj
kápu, sem jeg hafði keypt í Berlín, og hafði j?g skreytt á
henni hornin með tveim merkjum (með ítölsku litunum), sem
jeg hafði keypt af tveim stúlkum í Mílano. Rjelt hjá mjer
stóð einhver ítölsk kona og hjelt í hendina á lítilli, laglegri
telpu. Regar konan sá merkin á kápu minni, sneri hún sjer
til min og sagði injög stillilega og alvarlega: »Jeg vil ráða
yður til að taka af yður þessi merki. Jeg veit reyndar, að
þau eru til minningar um Iiermennina, er fallið hafa í stríð-
inu, og það er ekki nema fallegt að heiðra minningu þeirra,
en samt hdd jeg, að þjer ættuð að taka þau af yður.« Jeg
fór að ráðum hennar og stakk merkjunum í vasa minn. —
Nú heyrðist jódynur úti fyrir, og sáum við, er við hlupum
að grindunum, að riddaralið reið yfir torgið og að vjelbyss-
um var ekið yfir það. L:tlu síðar var þó alt hljótt á torginu,
og fór þá fólkið út úr dómhöllinni og hjelt leiðar sinnar.
Siðar komsí jeg að því, að þetta upphlaup stafaði af tilraun-
um Fascista til að ráða á Bombacci Kommúnistafulltrúa, og
eyðileggja bústað hans; hafði flokkur Fascista kvöldið áður
ráðist á hús hans, en verið rekinn til baka af herliði. Rennan
morgun hafði hr. Bombacci ætlað á Kommúnistafund, en er
hann var kominn yfir Cavour torgið, varð hann að snúa við
vegna ofsókna Fasdsta og flýja heirn til sín, en Fascistar eltu
hann og þá kom herliðið aftur honum til hjálpar.
Eins og sjá má af öllu þessu, sópaði mjög af Fascistum
í Róm þessa dagana. Sarna daginn og Cavour-torgs upp-