Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 66

Réttur - 01.02.1925, Side 66
68 Réttur svo inætti að orði komast, að hreinrækta hverja hugsun og imgmynd, sem fæðist í barnssálinni. pið verðið að gæta þess fyrst og fremst, að ekkert illgresisfrækorn slæðist með hveit- ínu frá ykkur sjálfum. Með vakandi áhuga verðið þið að upp- ræta hvern þann illgresisanga, sem utan að berst inn á akur- inn. pað tekst furðanlega, ef þið eigið óskift traust barnsins, og traustið vinst betur með ástríki og hiýju cn með stjórn- iausu dálæti. Látið um fram alt vera bjart og hlýtt kringum börnin ykk- ar, andlega talað. Ekkert er barninu eins skaðlegt eins og lómlæti og kuldi á heimilinu, eða alvöruleysi hjá foreldrunum — ekki síst á þeim aldri, sem hugarflug þeirra er að vakna, hugheimamir að myndast, pví miður er það altof oft, sem blind tilviljun er látin ráða hvernig hugmyndalífið mótast. Við Kennararnir finnum best muninn á því, hvemig börnunum er fylgt eftir á þessu skeiði. pegar þau koma til okkar, er sálar- þroski þeirra kominn nokkuð á veg, á að minsta kosti að vera það. Við verðum að liyggja ofan á undirstöður, sem þegar em lagðar. Á þeim árum, sem við tökum þátt i uppeldi þeirra, tekur sálarlíf þeirra og hugmyndaheimur stórfeldum breyting- um. Við þau stakkaskifti þurfa þau enn sem fyr á handleiðslu heimilanna að halda, ekki svo mjög til að hjálpa sér og Iæra það, sem fyrir er sett, þó það geti stundum komið sér vel, heldur til að ráða fram úr þeim vandamálum, sem skólagang- an í heild sinni, samlífið við kennara og skólasystkini, vekur i sál þeirra. Ef ekkert bólar á neinum vandamálum af því tagi, þá er ekki alt með feldu; það mun oftast nær vera vottur þess, að barnið nær ekki i anda og kjarna þess, sem fram fer i kringum það.Móðurástríkið og föðure.lskan verða þá að koma til sögunnar og vekja hugsanirnar, skerpa dómgreindina. Sörnin verða að mæta vægum dómum og skörpum skilningi, þegar eitthvað bjátar á, hvort heldur er hjá sjálfum þeim eða öðrum. Og þau þurfa um fram alt að finna hlýjan hug til skólans og þeirra, sem þar eru að verki. Reglur og fyrirskip- anir skólans þurfa foreldrarnir að þekkja og skilja, og geta sýnt börnunum fram á, að hverju er stefnt með hverju ein- asta boði og banni, sem þar er sett. Hvað námið sjálft snertir,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.