Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 30

Réttur - 01.02.1925, Side 30
32 Rjettar fólginn að framleiðslunni í landbúnaðinum éru takmörk sett af náttúrunni. Til þess að auka framleiðsluna fram yfir þessi takmörk er nauðsynlegt að rækta nýtt land. Fyrir þá sök hefir eignarrjettur á jörð alveg sjerstaka þýðingu fyrir land- búnaðinn. f*að er augljóst af því, sem áður er sagt, að jörðin getur ekki verið verðmæti. Samt sem áður er hún eign einstakra manna og gefur af sjer vexti. Hvaðan eru eigendunum komnir þessir vextir? Par sem ekkert er verðmæti, er held- ur enginn arður. Verðmæti landbúnaðarafurða, sem annara, miðast við vinn- una, sem fór til framleiðslunnar. Jarðeigandi geldur vinnu- mönnunum kaup og hirðir svo ágóðann af því, sem umfram er. Þessi verðmætisauki er nákvæmlega samskonar og í öðr- um atvinnugreinum þ. e. mismunurinn á verðmæti vinnu- kraftsins og hinnar framleiddu vö,u. Vöruverð á landbún- aðarafurðum skapast á töluvert annan hátt en á iðnaðarafurð- um. Vöruverð á iðnaðarafurðum fer að mestu eftir lœgsta framleiðslukostnaði, þegar því er ekki haldið uppi »með valdi« af samtökum atvinnurekanda. Framleiðslan í landbúnaðinum er takmörkuð eins og sýnt hefir verið fram á. Fyrir þá sök hafa bændur engan hagnað af að lækka verðið. Vöruverð á landbúnaðarafurðum fer því eftir hœsia framleiðslukosnaði þ. e., er nægilega hátt til þess að búskapur á ófrjógasta og arð- minsta landinu beri sig. Á frjósamasta og yfir höfuð arðsamasta landinu þarf minni vinnu en þar, sem ófrjógast er, til jafnmikillar framleiðslu; verðmæti jafnmikillar og jafngóðrar vöru verður því minna þar sem frjógsamt er en á arðminsta landinu. En varan er seld sama verði. Ágóði atvinnurekandans nemur því mis- muninum á verðmæti vöru hans og vöru bóndans, sem býr á arðminsta landinu. Petta eru kallaðir mismunavexiir (Dif- ferentialrente). Nú gefur jarðeigandi öðrum manni umboð til að reka atvinnu á jörð sinni og tekur fyrir það leigu. Hvaðan kem- ur jarðeiganda þetta fje, sem liann fær fyrir að heita jarð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.