Réttur - 01.02.1925, Qupperneq 34
Rekstursráð.
Upphaf.
í útlendum frjeltum, sem birst hafi í hlöðum hjer á landi,
er á stöku stað gelið um rekslursráð. En hvergi mun þó
rækilega hafa verið skýrt frá þessari merku hugmynd, sem
þó hefir vakið mikla athygli og umræður víðsvegar um lönd.
En til þess að bæta úr þessu, tnun jeg í ritgerð þe«sari gefa
stutt yfirlit yfir sögu rekstursráðatina erlendis, tilgang Jaeirra
og reynslu þá, seru fengist hefir, af þessu nýja skipulagi.
Hefi jeg, við samning greinar þessarar, aðallega stuðst við
bók, sem nýlega er gefin út af fræðslunefnd stúdentafjelagsins
(Studenlersamfundets Oplysningsfo-ening) í Kaupmannahöfn.
Eftir heimsstyrjöldina síðustu bar víða um lönd mikið á
ótta manna yfir því, að alheimsbyliing myndi skella á. En
til þess að sporna við henni, vildu stjettir þær, er fóru með
völd, allmikið til vinna. Pess vegna var verkalýðnum gefið
loforð um bætt kjör og betri aðstöðu.
Eitt af því, er þá kom mjög til umræðu og alhugunar,
sjerstaklega í iðnaðarlöndunum, var hugmyndin um rekstursráð.
Pótt ekki sje unt að gefa afmarkaða skilgreiningu á hug-
takinu rekstursráð, þykir þó rjettara til skýringar og skilnings-
auka á því, er hjer fer á eftir, að gera tilraun til skilgrein-
ingar orðsins. JVIætti þá hugsa sjer liana eitthvað á þá leið,
að rekstursráð vœri nefnd manna, valin af launuðum verka-
mönnum ákveðinnar slarfsgreinar með það fyrir augum, að
verkamennirnir hefðu hönd i bagga með stjórn og starfsemi
þeirrar atvinnugreinar.