Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 11
^Rjettur] »HANN ÆSIR UPP LÝÐINN« 13
ákveðinn málsvari hinna undirokuðu og fyrirlitnu.
Hann boðaði fátækum fagnaðarerindi. Menn munu ekki
alment gera sjer grein fyrir því, hve víða í orðum Jesú
liggja fræ, sem upp af gat sprottið uppreisnarþrá, er
þau féllu í hugskot hins undirokaða. Hann vakti hinum
fyrirlitnu sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Allar dæmi-
sögurnar, sem jeg mintist á áðan, til að sýna, hve hann
vjek frá og óvirti viðurkendar trúarskoðanir þjóðar-
innar, eru einnig vörn fyrir hinn þjáða og undirok-
aða. í dæmisögunni um Fariseann og tollheimtumann-
inn segir hann tollheimtumanninum, að hann í augum
guðs standi ofar Fariseanum, sem tollheimtumaðurinn
hafði áður talið sjálfsagt að liti á sig fyrirlitningar-
augum. í dæmisögunni um glataða soninn, telur hann
hinn bersynduga dýrmætari hjarta guðs en hinn rjett-
láta, sem ekkert hafði brotið. Kúguðum lýð getur lærst
að líta þannig á sjálfan sig, að hann sje fyrirlitlegur í
augum, guðs og manna. En þegar voldugir andar ger-
ast málssvarar hans og halda fram rjetti hans, þá
vaknar tilfinning hans fyrir því, að hann sje beittur
órjetti. Og þá er ekki gott að reikna út, hvaða veðurs
er von. Það verður meira en lítil breyting á heiminum
og lífinu í augum þess manns, sem hefir lært að fyrir-
líta sjálfan sig, en er alt í einu vakinn til meðvitundar
um það, að hann stendur jafnfætis eða framar þeim,
sem hann hafði áður álitið óflekkaða. Jesús segir, að
það sem hver og einn verði fýrst og fremst spurður um
f'rammi fyrir dómstóli guðs, og það eina, sem minst
er á, það er afstaðan til öreiganna, hinna sjúku og fyr-
irlitnu. Alt í einu er hinum undirokuðu færður sá boð-
skapur, að lífið alt á að snúast um þá, og æðsta skylda
mannanna er sú að bæta úr hag þeirra. Sá, sem ekki
sinnir þörfum þeirra, er dæmdur í eldinn eilífa. Allir
þeir, sem erfiðuðu og voru þunga hlaðnir, þeir hlutu
að finna það, að hjá þessum spámanni áttu þeir at-
hvarf sitt. Þeir fá á honum elsku og traust. Kúgaðir