Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 51
Rjettur]
FRA ÓBYGÐUM
53
gengur suður frá fjöllum þeim, sem liggja vestan Skaga-
fjarðar, og nær suður undir Hofsjökul. Hann er 700—900
m. hár. Grágrýtisauðnir eru þar hvarvetna á yfirborði, og
eru þær venjulega nefndar »Hraunin«. Hagar eru þar eng-
ir og næsta óvegsamt. Hryggurinn hefir ekkert riafn, en
í grein þessari verður hann kallaður Hraunahryggur.
Fyrir austan hrygg þennan er lægð, sem liggur út og suð-
ur. Sunnan til er hún grunn, en dýpkar, er norður dregur,
og verður að dal þeim, er Goðdaladalur heitir. Hann er ó-
bygður afdalur frá Vesturdal. Vestari-Jökulsá rennur eftir
lægðinni og dalnum og liggur víðast í djúpu gili. Goðdala-
dalur gengur suðvestur frá Vesturdal, skamt fyrir sunn-
an Goðdali, en sveigir til suðurs nokkuð upp frá dalamót-
unum. Neðan til er hann gróinn og greiðfær, en í honum
ofanverðum og lægðinni, sem liggur suður frá honum, ná
grágrýtisauðnirnar niður að Jökulsá. Ekki er mér kunnugt
um hæð Goðdaladals, en lægðin sunnan við drög hans
liggur 600—700 m. yfir sæ.
I öðrum kafla ritgeröar þessarar (í síðasta hefti »Rétt-
ar«), er sagt frá þeim hluta Eyvindarstaðaheiðar, sem
liggur á Kili, o: sunnan Ströngukvíslar. Verður nú frá-
sögninni haldið áfram, þar sem fyr var frá horfið.
Norðan við Álftabrekkur tekur jaðar Hofsjökuls að
sveigja mjög til austurs. Verður þar stórt vik upp í jökul-
inn, og cru upptök Ströngukvíslar í því. Austan við vikið
gengur geysimikill skriðjökull niður frá hájöklinum, alt
niður á flatlendi. Hefi ég heyrt hann nefndan Sátujökul
eftir felli því, sem Sáta heitir og siðar mun getið verða.
Skriðjökull þessi nær austur að Krókafelli. Norðurbrún
hans er lítið eitt bogadregin og stefnir mjög frá vestri til
austurs. Hann er mesti ísstraumur á Hofsjökli norðan-
verðum.
Krókafell* heitir bunguvaxin hæð, sem liggur fast uppi
* Nafn þetta hefir gefið Pétur Björnsson í Teigakoti í Skaga-
firði, en hann sagði mér. Pétur þessi var maður fróður og vel