Réttur - 01.02.1928, Síða 98
ÍOO GALDRA-LOFTUR [Rjettur
mannskemdum og þjóðarskaða. Pessi orð má ekki skilja
svo, sem hér sé öll stjórnmáiabarátta lítils virð, þótt
hún sé einatt meinlega gölluð, af spiltum rótum sprottin,
sem mörg önnur iðja og ástundun breyskra manna.
Pað er engum efa orpið, að þýzkur ritsnillingur og
stórmenni andans hefir orkað á skoðanir skáldsins á
áhrifum og magni mannlegrar valdagirni. Á fyrstu Hafn-
arárum sínum dáðist Jóhann mjög að heimspekingnum
Nietzsche, ritsnild hans, andagift og kenningum. Nietzsche
verður, sem kunnugt er, tíðrætt um valdagirni mannanna,
og hversu mannleg viðleitni á oft rót að rekja til hennar*.
Og eigi virðist óhugsandi, að Jóhann hafi kallað »Rauð-
skinnu« Göttskálks grimma »bók máttarins« fyrir áhrif
frá heiti á einni bók eða bókarbroti Nietzsches, „ Wille zur
Macht“, þótt slíkt sé — auðvitað — getgátan ein, En
það styrkir þessa ágizkun, að á dönsku kallar skáldið
Rauðskinnu »Magtens Bog« eða »bók valdsins«, sem
kalla ætti hana, eftir því, á íslenzku.
En það »kom til af orsök«, sem stundum er sagt, að
Jóhann varð svo snortinn af þessum mikla Rjóðverja.
Kenningar hans um mannlega valdabaráttu hafa komið
vel heim við athuganir sjálfs hans og reynslu. Jóhann
hafði þegar á skólaárum sínum næman skilning á ráðríki
og forustuveiki. Eitt sinn bar hann upp einhverja tillögu
í skólamálum og ræddi um hana við einn skólabróður
sinn, sem andæfði. Segir Jóhann við hann að lyktum
eitthvað á þessa ieið: »Eg skal segja þér, hvers vegna
þú ert þessari tillögu mótfallinn. Pað er af því, að hún
kemur ekki frá N. N.« (hann nefndi viðdeilanda fullu
nafni). Sennilega hefir þessi skilningur skáldsins réttur
verið. En hvað sem því líður, sýnir þetta svar, að snemma
beygðist hér krókurinn til þess, er verða vildi um mann-
* Sjálfur er eg ókunnugur Nielzsche og þekki hann nær eingöngu
af annarra frásögn. En hér er verkefni handa ungum bókiðna-
manni, að kanna ger áhrif Nietzsches á jóhann Sigurjónsson.