Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 65
Rjettur]
FRÁ ÓBYGÐUM
67
í Svartá fremst í Svartárdal. Hún er vatnsmest af lækjum
þeim, sem nú hafa taldir verið.
Stöðuvötn eru fá á Eyvindarstaðaheiði. Verða hér ekki
talin önnur en Mannabeinavatn og Bugavatn. Manna-
beinavatn liggur í Ásgeirstungum, örskamt fyrir utan
Ströngukvísl. Það er fremur lítið og grunt og þornar upp
að mestu, þegar líður á suinar. Um Mannabeinavatn er
til þjóðsaga, og er aðalþráður hennar skráður í þjóðsög-
um Jóns Árnasonar.
Bugavatn liggur norðan til í Bugum. Það er allstórt og
djúpt. Liggur það út og suður og er mjóst um miðjuna,
en breikkar til beggja enda. í suðurhluta þess er hár hólmi,
grasi gróinn. Vestan við vatnið eru brattar brekkur upp á
Þingmannaháls, en að austan ávalar hæðir.
Nokkur silungur er í Bugavatni, og var þar fyrrum veiði
stunduð, en nú þykir hún of erfið og kostnaðarsöm.
3. H a g a r o g h e i ð a I ö n d.
Haglendi eru mikil á Eyvindarstaðaheiði, og gengur þar
fjöldi fjár og hrossa sumarlangt. Eiga þar upprekstur
bændur í sveitum þeim í Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslu, sem næstar iiggja heiðinni.
Meira en helmingur heiðarinnar er þó bjargleysa. Á ég
þar við »Hraunin« öll. Jökulgnúið grágrýti er þar allstað-
ar í yfirborði og kveður lítið að jökulmelunum. Jarðvegur
er þar enginn, og sandflug, vorkuldar og jarðrensli banna
þar allan gróður, annan en marghertar háfjallaplöntur. Á
fáeinum stöðum, þar sem helst er bjargvænlegt, eru þó
litlir gróðurblettir vaxnir víði og grashýjung. Er þar hlaup-
hagi fyrir fé, en hestahagar engir. Gróðurblettir þessir
liggja einkum við læki og uppsprettur á útjöðrum »Hraun-
anna«. Tveir þeirra eru suður hjá Bláfelli og heita þeir
Bláfellsdrög.
Annað þeirra liggur austan undir Bláfelli, og er það
kallað Austara-Bláfellsdrag. Hitt liggur skamt fyrir norð-
5*