Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 29
Rjettur] PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJERG 3Í
hún manni sínum í laurni bendingu um að koma til við-
tals fram í eldhúsið.
»Heyrðu Friðrik eg verð að biðja þig að bíða með að
borða þangað til gestirnir eru búnir, ef maturinn skyldi
nú verða af .helzt til skornum skamti, það er svo lítil
undirstaða í svona glænýju kálfskjöti.
Eg man svo sem hvernig það gekk í fyrra í plæging-
arveizlunni hjá Pétri Simmelkjær og hvað konunni
hans var úthúðað fyrir það, að skortur varð á matföng-
um þar.
Og hérna höfum við átvaglið hans Movns.
Það er eins og að bera mat fyrir hungraðan úlf;
hann getur að minst kosti etið hálfan kálfsskrokk í
einu«.
Eftir þessar athugasemdir bák við tjöldin bar Lína
matinn inn til gestanna.
»Gerið þið nú svo vel að fá ykkur sæti umhverfis
boi’ðið og gera ykkur gott af því sem fram er borið.
Eg verð að biðja einhvern að gera sér gott af að setj-
ast hérna á skemilinn«, bætti hún við.
Það tók Movns ekki langan tíma að gera sér Ijóst,
hvar þægilegust var aðstaðan til að ná í það bezta af
matnum.
»Eg ætla að leyfa mér að tylla mér hérna á skemil-
inn«, sagði hann.
Eftir mikinn blástur og bægslagang, tókst honum
loksins að koma bífunum með tréhnöllunum yfir skem-
ilinn. Hann stundi þungt um leið og hann hlassaði sér
niður.
»0, jæja, maður fer að gerast gamlaður og stirður«.
Um leið leit hann yfir matborðið með gírugu augna-
ráði.
»Hvað er þetta Friðrik«, sagði hann, »ætlar þú ekki
að borða með okkur«.
»Ju-ú, þegar gestirnir hafa lokið sér af. Mér liggur
ekki á.