Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 54
56 PIÍA ÓBYGÐUM [Rjettur
ar hafa risf grágrýtisþökin sundur í öldur og urðarhryggi,
sem nefndir eru hraungarðar. Þeir snúa flestir út og suður
og eru hinir lengstu margir km. á lengd. Flestir eru þeir
flatir ofan, og skiftast þar á jökulmelar, urðir og ísgnúðar
klappir. Þar eru víða hellur stórar, svo sem títt er á grá-
grýtisöræfum og hefir vindurinn stráð hellunum víðs veg-
ar. Alt grjót er þar mjög vindsorfið og mun þar vera held-
ur veðurnæmt. Ekki mun snjó festa þar til muna, því að
frostsprungur eru þar furðulega stórar og melatiglar mikl-
ir. Hraungarðarnir eru misjafnir á breidd, og fer breidd
þeirra eftir því, hve þétt dældirnar liggja.
Dældirnar eru flestar fremur þröngar, en nokkuð mis-
djúpar. Sumar þeirra eru grunnar, en aðrar um 50 m. á
dýpt eða meira. Flestar eru þær flatar í botn, og er þar
smáger möí, sandur eða leir, sem berst þangað fyrir vindi.
Jarðrensli er þar geysimikið, enda mun vera þar æði snjó-
þungt og fannir leysir þar seint. Brekkurnar,* sem að
lægðum þessum liggja, eru brattar, einkum þeim megin,
sem veit unclan sól. I flestum þeirra eru stórgrýtisurðir og
klungur, og víða berg í brúnunum, einkum forsælis.
Framan af sumri er mikill vatnsagi á »Hraununum«, með-
an klaki er í jörð og snjó að Ieysa. Þá eru tjarnir í flestum
lægðum og vatnsföll víða. En er líður á sumar og klaka
leysir, sígur vatnið í jörð, tjarnirnar tæmast og Iækirnir
þorna upp. Þá er hvergi vatn að finna, nema úti í útjöðr-
um »Hraunanna«, þar sem jarðvatnið sprettur upp í lægð-
um og daladrögum, en tjarnarstæðin og farvegirnir vitna
um starf vatnsins. Tjarnastæðin eru flest lítil og leir í
botni, en margir farveganna eru stórir og taka mikið vatn.
í þeim er grjótið þéttfelt, sem væri það skorðað og valtað.
Víða hefir vatnið grafið sér gljúfur og gil í gegnum hraun-
garðana og milli þeirra.
»Hraunin« ná yfir meira en helming Eyvindarstaðaheiðar.
Öll eru þau lík að landslagi og harla tilbreytingalaus. Þar
* Brekkur þessar eru stundum nefndar hraungarðar.