Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 64
66
FRÁ ÓRYGÐUM
tRjettur
Skamt fyrir utan Galtará steypist Blanda niður í hamra-
gil mikið og fellur eftir þvi, ygld og grá, alt ofan í Blöndu-
dal. Gljúfur þetta heitir Blöndugil. Efst í því er Grettis-
hlaup, þar sem Grettir á að hafa stokkið yfir gilið. Hamr-
ar eru þar beggja vegna við ána og sýnist mjótt á milli
þeirra, en svo er hafið breitt, að röskur maður varpar þar
ekki steini yfir.
Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp norðaustan við
Bugahæð. Rennur hún í fyrstu til suðurs og heitir þá Ausf-
urkvísl. En suðaustur frá Bugahæð beygir hún til vesturs
og rennur í sveig vestur fyrir hæðina og norður með henni
að vestan. Nefnist hún þá Vesturkvísl. Siðan rennur hún
norður um Buga í ýmsum krókum og er þá kölluð Buga-
kvísl. Norðan við Buga fellur hún niður í Stafnsgil. Skift-
ir hún þá enn um nafn og kallast Stafnsá. Fremst í Svart-
árdal sameinast hún Fossadalsá. Eftir það heitir hún .
Svartá. Rennur hún síðan niður dalinn og fellur í Blöndu
vestur frá Bólstaðarhlíð.
Svartá er víðast straumhörð og stórgrýtt. I fyrstu er
hún vatnsh'til, en í hana renna ýmsir lækir, sem auka liana
svo, að hún verður álíka vatnsmikil og Svartá í Skaga-
firði.
Brunahrekkulækur hefir áður verið nefndur. Hann kem-
ur upp á Litlasandi og fellur í Svartá milli Brunabrekku
og Haukagilsheiðar.
Vopnalækur rennur í Svartá neðan til í Bugum. Hann
kemur úr Bugavatni.
Á Haukagilsheiði eru þrír lækir litlir, sem heita einu
nafni Þrílækir. Renna þeir allir saman og falla niður í
Stafnsgil eftir gili því, sem Hæringsgil heitir.
Neðar á Stafnsgili fellur í ána lækur, sem kemur úr Ein-
arsdal. Dalur þessi liggur norðaustur að Hlaupakinn, en
svo nefnist suðurhlíð Reykjafjalls.
Fossadalsá kemur upp á Þingmannahálsi og fellur nið-
ur í Fossadalsdrög. Rennur hún síðan niður dalinn og út