Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 80
82
FRA ÓBYGÐUM
[Rjettur
Daniel Bruun höfuðsmaður hefir og ritað um Vatna-
hjallaveg í bók sinni um fjallvegi á íslandi. Er þar nokkur
fróðleikur um örnefni á sunnanverðri Eyvindarstaðaheiði.
En sú villa er þar, að hann nefnir Bláfellskvísl Haugakvísl
og segir hana renna í Vestari-Jökulsá.
Auk þess, seni nú er talið, er getið um Vatnahjallaveg
og suðurhluta Eyvindarstaðaheiðar i ferðasögu þeirra
Ottós Cahnheim og Karls Grossmann. Á ferðasögum þess-
um er þó fremur lítið að græða.
Á uppdráttum þeirra Björns Gunnlaugssonar og Þor-
valds Thoroddsens eru margar skekkjur um Eyvindar-
staöaheiði, og sumar stórar. Vestari Jökulsá er þar dregin
miklu vestar en rétt er, og verður því heiðin mjórri en
skyldi. Skagafjarðardalir eru þar og stórlega rangir. Vest-
urdalur virðist stuttur og klofinn í tvent, en Goðdaladalur
langur, og eftir uppdrættinum mætti ætla, að hann væri
höfuðdalur og Vesturdalur þverdalur frá honum. Þetta er
þó rangt, eins og sagt er í grein þessari. Svartárdalur í
Skagafirði er og ranglega dreginn. Hannermiklu styttri en
rétt er og sveigir alt of mikið til vesturs. Svartárdalur í
Húnavatnssýslu er einnig rangur. Fossadalur er minni en
rétt er og Stafnsgil of stórt, einkum á uppdrætti Þorvalds.
Um ár og vötn eru ýmsar skekkjur. Strangakvísl er látin
renna í gegnum stórt vatn, sem Björn Gunnlaugsson nefnir
Mannabeinavatn. Þetta er rangt. í Guölaugstungum og
Ásgeirstungum er ekkert stórt stöðuvatn. Mannabeina-
vatn er eina vatnið á þessum slóðum. Það er lítið, og
Strangakvísl rennur ekki í gegn um það. Villa þessi er að
líkindum komin frá Eggert Ólafssyni. Á uppdrætti þeifn,
sem fylgir ferðabók hans, er Blanda látin renna úr stóru
vatni á Kili norðanverðum.
Á uppdráttum þessum er sýnt annaö stöðuvatn eigi all-
lítið, skamt norðaustur frá Haugum. í vatni þessu á Svart-
á í Húnavatnssýslu að eiga upptök sín. Þetta er einnig
rangt. Vatnið er ekki til, og Svartá sprettur upp undan
grágrýtisöldum langt austur frá Haugum. í Bugum eru