Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 27
Rjettur] PLÆGINGARVEIZLAN HJA F. TAPBJERG
29
Að stundu liðinni þökkuðu þeir fyrir kaffið og fóru
til dyra, sveifluðu sér léttilega upp í vagnana og dangl-
uðu í hestana með svipunum. Það marraði í aktygjun-
um, er hestarnir tóku til fótanna. Þeir þyrluðu upp ryk-
inu og herfin í vögnunum gnýstu saman tönnunum.
Næstan bar að garði Thames Moesbjerg, taðskeggl-
ingsbjálfa með innbjúg kné og hendur og andlit likt og
næpa. Af háralitnum hafði hann fengið nafnið Thames
rauði.
í kjölfar hans sigldi Esper Goul. Andlit hans var
langt, þybbið og búlduleitt, með stuttklipt alskegg, sem
hann fitlaði við með hægri hendi í hvert skifti sem
hann komst í minstu geðshræringu.
Hann varð að beygja sig mikið í hálsliðnum til að
komast inn í kofa Friðriks, líktist hann þá mest mann-
ýgum tudda, sem býst til atlögu.
Hálfgert fyriiTnensku snið var á tali hans og tilburð-
uð. Þetta minti á, að hann hafði á sínum tíma sólundað
heilum herragarði, og þó að miklu væri minni jörðin,
sem hann bjó nú á og meiri skuldir hvíldu á henni en
jörðum hinna bændanna, kunni hann samt betur við,
að láta telja sig ennþá með heldri mönnum.
Nú var einungis fjórði bóndinn ókominn.
»Hvernig stendur á, að hann Movst Krænsen kemur
ekki?« sagði Lína, sem var á sífeldum hlaupum milli
eldhússins og matborðsins við framreiðslu matarins.
»Eg held að hann hafi farið að fala sér vinnumann;
en hann kemur sennilega bráðlega«, sagði Thames.
»Ó, líttu nú út Friðrik og vittu hvort þú sérð ekki til
hans«, sagði Lína. Hún var á nálum um að maturinn
kynni að rýrna, ef langt yrði að bíða þess, að tekið yrði
til snæðings.
Friðrik tók í hurðarsnerilinn, en um leið og hann
laut höfði til að fara út í dyrnar kom sá, er vantaði inn
í göngin.