Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 9
Rjettur]
»HANN ÆSIR UPP LÝÐINN«
11
III.
Fyrst ber á það að líta, að nýjar trúar- og heim-
spekiskoðanir geta auðveldlega valdið róti á þjóðmála-
sviði, þótt þær komi ekki beint inn á nein einstök at-
riði þeirra mála, sem talin eru til stjórnmála í daglegu
tali. Einkum á þetta sjer stað, þar sem höft eru að ein-
hverju leyti á skoðanafrelsi manna, þar sem alþýða er
sannfærð um, að óleyfilegt sje að hugsa á annan veg en
liðnar kynslóðir hafa gert, enda sjeu skoðanir þeirra
að öllu óskeikular. Þá getur ný kenning á hvaða sviði
sem er, valdið því, að farið er að efast um óskeikul-
leika hins eldra og hins ríkjanda, og laumað þeirri
skoðun inn hjá lýðnum, að þar sje ekki allur sannleik-
urinn, og eitt og annað megi betur fara en áður. Falli
trúin á óskeikulleika viðurkendra skoðana, þá mun
skamt til þess, að einnig falli trúin á það, að ríkjandi
skipulag sje hið eina rjetta og yfirmenn og undirgefn-
ir sjeu af guði skipaðir, einum það hlutverk sett að
kúga og öðrum að vera kúgaður og megi þar engu um
breyta. Það má furðulegt heita, hve hægt hefir verið
að svifta kúgaðan lýð allri meðvitund um það, að hann
megi gera kröfur til nokkurs annars en að lifa í niður-
lægingu og við alt önnur skilyrði en hann sjer aðra
njóta. En oft reynist það svo, að tilfinningar hinna
kúguðu eru eldfimar, svo að bál verður undrafljótt af,
ef einhver neisti er að borinn. Því hafa spámenn oft
haft miklu víðtækari áhrif með boðskap sínum en þeir
sjálfir hafa ætlast til. Með boðskap sínum veldur Lút-
her bændauppreisninni þýsku, en kannast ekki meira
við hana sem afkvæmi boðskapar síns en það, að hann
æsir upp aðalinn og eggjar hamr lögeggjan gegn upp-
reisnarmönnunum. Komist ný kenning inn í huga kúg-
aðs lýðs, þá dregur hann undraskarplegar ályktanir um
rjettmæti þess að rísa gegn kúguninni og rjetta hluta
sinn. Enda er það oft undir niðri aðalatriðið fyrir