Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 124
126
RITSJÁ
[Rjettur
eða hún kostar liávaða, brauk og braml, veltur á því, með hve
miklum skilningi verður snúist við vandamálunum næstu ára-
tugina. Alþýðan sjálf verður að vita hvert stefnir, og' má því
ekki undir höfuð legg'jast að lesa og' hugleiða alt, sem á ein-
hvern hátt getur vísað til vegar.
' Bók Engels hefir ekki að flytja fyrirsagnir um það, hvað eigi
að geru til lausnar á einstökum atriðum athafnalífsins, en liún
opnar augu lesandans á því, sem er að gerast í lífinu, hvers-
vegna það er eins og' það er, og hvert það hlýtur að stefna.
En einmitt þessvegna hefir kynslóðúnum fatast með svo margt,
að þær hafa ekki skilið hvað var að gerast.
Fáum er það fjárhagslegt ofurefli, að eignast bók þessa.
Hún kostar aðeins kr. 1.50. Vera má, að ýmsum þyki eínið
ekki nógu ljett og leikandi, til þess að gera bókina aðlaðandi
til lesturs. En átakalaust verður straumum atvinnulífsins ekki
kipt í rjettan farveg. Þeir, sem ekki vilja leggja það á sig, að
lesa bók þessa og brjóta hana til mergjar, eru ekki líklegir til
að verða traustir liðsmenn í þeim hildi, sem fyrir dyrum stend-
ur að heyja.
Þýðing slíkra rita er vandasamt verk. »Þróun jafnaðar-
stefnunnar« þýddu fjelagsmenn í hjáverkum sínum. Er jeg
fjelaginu of nákominn, til þess að dæma um, hvernig þýðingin
hefir tekist. Reynt var að gæta þess fyrst og fremst, að efnið
yrði skiljanlegt íslenskum lesendum, og málið lýtalaust, án þess
þó að raska hugsun höf.
Eftirmáli fylgir bókinni. Er í honum skýrt efni bókarinnar
og stefnu, bent á það hlutverk, sem bíður núlifandi jafnaðar-
manna, og' varað við villugötum, sem stefnan hefir vilst inn á,
og hættir altaf til að villast inn á, meðan andlegt andrúmsloft
er þrungið andstæðum hugsunarhætti.
Mjög lítið er eftir óselt af upplaginu, og verður því bókin
ekki á boðstólum hjá bóksölum, nema á stöku stað. En með því
að snúa sjer beint til Jafnaðarmannafjelagsins á Akureyri.
geta menn enn fengið bókina senda án aukakostnaðar, ef borgun
fylgir pöntun. Stþ. G.
Theodór Friðriksson: Líf og
blóð. Akureyri 1928.
Á næturnar, þegar aðrir hvíla sig' og' sofa, á hlaupum milli
útróðra, oft á allmismunandi stöðum, verður Theodor Frið-
riksson að rita sögur sínar. Honum er ekki búin hlý og björt
skrifstofa, með öllum þægindum nútímans. Lífsviðurhald fjöl-