Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 106
108
GALDRA’-LOFTUR
[Rjettur
Galdra-Loftur stefnir að með galdranámi sínu, er hann
hygst öðlast slíkt heljar- og reginvald. í aðalatriðum og
að utanverðu er því Galdra-Loftur leikur um valdabar-
áttu, sem heiti Rauðskinnu, »bók máttarins«, gefur skýrt
í skyn. Sagði og sá maður, er hér mátti gerzt um vita,
Jóhann Sigurjónsson sjálfur, við Vernharð Porsteinsson,
cand. phil., um hetju sína, Galdra-Loft: »Hann vill ná í
valdið, og hann stúpar á því«.
En af hverju »stúpar« hann? sem skáldið að orði kvað.
Hér er eg kominn að höfuðspurningu, eða aðal-við-
fangsefni þessarar ritgerðar.
Skáldið hefir hlotið ámæli fyrir, hversu hann skilur
hér við lesendur, sem fyrr er getið. Víst má til sanns
vegar færa, að síðasti þáttur leikritsins sé lokleysa, bæði
særingar höfuðhetjunnar og uppvakning biskupanna, er
þeir koma krossmörkum og höklum skrýddir upp úr
moldinni. Mun lítil ritdómararaun að benda á mörg
brot á lögmáli leikrænnar listar í Galdra-Lofti, ekki sízt
í lokaþætti hans. Par er alt óeðlilegt, hófleysa, tryllingur.
Kalla má það og lítinn skáld- eða listvanda, að greiða
þannig úr leikflækju, að höfuðkappinn veiði brjálaður og
síðan bráðkvaddur, einmitt þá er hann með kappi sínu
og kyngi er kominn að markinu, sem hann hefír allan
leikinn, frá upphafi til enda, eftir sótst. Slíkur dauðdagi
er alls ekki óhjákvæmileg nauðsyn né auðsýnileg afleið-
ing af undanfarandi æfi hans og aðgerðum. Telja má
það og listgalla, að vitfirring Lofts og samvizkubit stafar
af hjátrú hans og hégiljum. Loftur sturlast og tryllist, af
því að hann heldur, að ósk sín hafi rekið barnsmóður
sína út í Hjaltadalsá. Yfirleitt er margt í leiknum næsta
óeðlilegt, og telja margir slíkt mestu goðgá. F*á er það
enn talið alvarlegt brot á boðum lögmálsins, að leikritið
fáist við dulræn öfl í mannlegri sál.
Benda má á, að hin mestu stórskáld hafa hiklaust
brotið þessi boðorð. Shakspeare leikur sér að slíku,
jafnvel í frægasta leikriti sínu, Hamlet. Engir nema blindir