Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 105
Rjettur]
GALDRA-LOFTUR
107
Pekking er honum fremur vopn en markmið. Hinsta
markmið hans er að handsama Rauðskinnu Gottskálks
grimma, hina miklu bók valdsins eða máttarins, er gerir
hann að voldugasta manni jarðarinnar. Sú barátta hans
og ósigur hans í því stríði er sögulegt efni leiksins.
Hann gefur vísbending um valdasótt Galdra-Lofts, eigi
síður en hann auðkennir sálarskilning og mannlífsskoðun
Jóhanns Sigurjónssonar, sá skilningur hans (d: Galdra-
Lofts) á biskupi, að hann hafi tekið þá hina máttku bók
með sér í gröfina, af því að hann unni engum valdsins,
sem hún veitti eiganda sínum eða handhafa. Honum er
ríkara í hug — sem hann að Orði kemst, heldur undar-
lega, en næsta eftirminnilega þó — að »beizla myrkrið«
heldur en kveikja ljós í myrkri. Á viðræðum hans við
Dísu í öðrum þætti sést, hvað hann kallar að »beizla
myrkrið« og »stíga yfir þröskuld myrkursins«. Hann
segir: »Astin til þín hefir gerbreytt hugsanalifi mínu. Pér
finst sennilega, að eg sé sami maður i dag og í gær.
En það er eg ekki. í gær var eg metorðagjarn. Eg ætlaði
að knýja á dyr hins ókunna og stíga yfir þröskuld
myrkursins.
DÍSA (hálf-hrædd). Eg skil ekki hvað þú átt við.
LOFTUR Þú þarft ekki að vera hrædd. (Sest). Þú hefir gert mig
heilbrigðan. (Dísa sest). Valdagirnin, sem brann í mér, er sloknuð«.
Af síðustu setningunni í svari Lofts, er greint er að
ofan, sést, að valdagirni er sá sverðsoddur í huga hans,
sem »bítur« honum »hjarta et næsta«. Valdagirnd er í
senn meginósk hans og sárasta ósk harts. Hún veldur
honum sárindum, af því að hann í öðru veifinu örvæntir
um sigur. F*ví lengra sem líður á leikinn, því skýrara
kemur valdafikn hans í Ijós. í æði hans og brjálsemi í
síðasta þætti dansa draumar hans og óráðs-órar um valdið.
»Eg næ takmarkalausu valdi«, segir hann; Og hann
bætir við: »Eg get framlengt lífið«. — — »Ef þú óskar,
getum við lifað, meðan jörðin er við líði, í líki manna,
dýra og blóma«. Það er ekki smáræði, markmiðið, sem