Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 94
96 GALDRA-LOFTUR [Rjettur
né slitna, hversu oft sem úr þeim er smíðað eða eftir
þeim dregið. F*angað sótti Jóhann Sigurjónsson þau
yrkisefni, er hann varð frægastur fyrir úr að skapa. Sama
efnið og nestið fékk Stephan G. Stephansson »í þverpok-
ann«, er hann flutti forðum úr Bárðardal vestur um höf.
Pað silfrið forna varð honum frjóast til óðs og anda-
giftar, sem hver getur gengið úr skugga um, er kynnir
sér kvæðasafn hans.
Pað er alkunna, að Jóhann Sigurjónsson fann í þjóð-
sögum vorum stórfeldan skáldskap um Galdra-Loft. Hefir
Skúli prófastur Gíslason ritað söguna af ódauðlegri
snild*. Er eigi ofmælt, að þessi klerkvígði þjóðsagna-
þulur sé að nokkru höfundur leikritsins: Og Galdra-
Loftssaga Skúla Gíslasonar á sér forhöfunda**. Séra Skúli
er sennilega ekki nema að tiltölulega litlu höfundur
hennar. Hann var maður stálminnugur, sem hann átti
ættir til. Hann hefir, að líkindum, fært hana í letur sem
líkasta því, er hann heyrði hana, sumstaðar, et til vill,
orðrétta. Sennilega kæmi séra Skúla það skemtilega óvænt
— sem sagt hefir verið —, ef hann sæi hvern ávöxt
* Eg ræð öllutn, er íslenzkri íslenzku unna, að nema utanbókar
Oaldra-Loftssögu Skúla Oíslasonar. Slíkt utanbókarnám er ekki
meiri minnisraun en nám á hlutverki í leikriti, sem þorra leik-
enda reynist lítil námraun. Slíkt utanbókarnám glæðir smekkvísi,
oröauðgi og næmleik fyrir íslenzku orðavali.
** Ókunnugt er mér, hvar séra Skúli hefir heyrt sögu Oaldra-Lofts.
enda skiptir slíkt engu hér. En eigi er ólíklegt, að hann hafi
heyrt og numið hana á uppvaxtar-árum sínum í Skagafirði hjá
hinum merka fræðimanni, séra Jóni Konráðssyni. En hitt er víst,
að sagan hefir um nokkurt skeið lifað á alþýðuvörum, farið frá
manni til manns og frá kynslóð til kynslóðar. Þótt Oaldra-Loftur
hafi uppi verið, er saga hans sennilega blandin gömlum sögnum,
sumum, ef til vill, langt að komnum. Ef til vill verður einhvern-
tíma samin doktorsritgerð um sögu þjóðsögunnar af Qaldra-
Lofti, rakinn ferill hennar og uppruni eins langt fram í forn-
eskju og auðið er, ef slíkar fræðaþulur verða eigi taldar hégómi
og þykja eigi hafa »erindi sem erfiðU, er tímar líða.