Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 44
46
KOMMÚNISMINN OG BÆNDtJR
[Rjettur
jeg ritaði grein mína hefir verið stofnað eitt raunveru-
legt samvinnufjelag á ísafirði og eru það jafnaðar-
menn, en ekki Framsóknarmienn, sem eru forvígis-
menn þess framleiðslufjelags.
6. Aths. Ekki þykir J. Þ. líklegt að kommúnistiskt
þjóðfjelag ljetti skuldum og sköttum af bændum, og
spyr hvort það sje svo í Rússlandi. Þá er því fyrst til
að svara, að í Rússlandi ríkir ekki fullkominn komm-
únismi. Þar hefir alþýðan völdin og kommúnisminn er
í uppsiglingu. Annars ætti J. Þ. að vita, að rússneska
byltingin losaði bændur raunverulega við skuldafargið
og þorri fátækra bænda geldur nú ekki skatt. Tollur er
að sjálfsögðu á erlendum vörum, því Rússland er um-
kringt af auðvaldsríkjum og verður að vernda iðnað
sinn.* Hjer á landi er fásinna að hugsa sjer tolla eftir
að auðvaldinu er steypt af stóli. íslensk alþýða getur
ekki sigrað að fullu, nema með tilstyrk sigri hrósandi
fjelaga sinna í nágrannalöndunum, og væri þá haria
ástæðulaust að einangra sig með tollmúrum. Svo .spyr
J. Þ. hvaðan ríkinu eigi að koma tekjur sínar? Heldur
þykir mjer ókunnuglega spurt af ritstjóra stjórnar-
málgagns. Kommúnistiskt samlfjelag hefir yfirráð yfir
öllu fjármagni þjóðarinnar og þarf ekki að fara nein-
ar krókaleiðir til að afla sjer fjármuna til rekstur op-
inberra mála.
7. Aths. Þá segir J. Þ. að dæmi mitt um Vífilstaða-
búið sje illa valið. f það hafi verið ausið ómiældu fje úr
ríkissjóði. Sannleikurinn er sá, að ríkið lagði fram
* Nánari fræðslu um kjör bænda í Rússlandi geta menn fengið
í III. kafla greinar minnar í XI. árg. »Rjettar«, ennfremur í
grein eftir Hendrik Ottosson um framleiðslu ráðstjórnarlýð-
veldanna og frásögn um samvinnufjelögin í Rússlandi, sem er
tekin eftir danskri sendinefnd; alt í sama hefti. f síðasta
hefti »Rjettar« er og ágætur fróðleikur um Rússland eftir
ritstjórann.