Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 126
128
RITSJÁ
[Rjcttur
maður, en niðurbrotinn á sál og' líkama, sökum kúgunar og'
harðdrægni Brandar. — Skuldina var altaf hægt að hafa nógu
háa, svo klafinn héldist áfram. — Hann þorir ekki að vera með
í verkamannafélaginu, af ótta við, að Jpá verði lokað fyrir sér
síðasta sundinu. Stórkostleg er sú breyting, sem verður á hon-
um þegar Stevenson, ríkur æskuvinur hans, kemur og réttir
honum hjálparhönd. Þá slítur hann alla fjötra í einum rykk
og stendur þá, sem hervæddur framherji í félagi stéttarbræðra
sinna.
Stevenson fór fátækur utan, kom heim ríkur, en hafði ekki
gleymt fátæktinni og eymdinni, og' vildi reyna til að bæta úr
henni. Hann þáði ekki að taka í útrétta hönd Brandar kau])-
manns, en fór inn í hreysi fátæklinganna. Reynir hann á marg'-
an hátt að rétta þorpsbúum hjálparhönd með fégjöfum, og
styrkir þá í viðreisn þeirra. 1 sögulokin neitar hann dóttur
Brandar um að koma að banabeði föður hennar og taka í hendi
honum, til hugarléttis hinum deyjandi manni, sem svo mikið
hafði gert á hluta ættingja hans. — Stevenson neitar með hörð-
um orðum. Hér virðist höf. skeika, því nokkru áður var hann
búinn að iýsa því, að Stevenson bæri eigi hefndarhug til Brand-
ar, eða vill hann gera hann svo vondan mann, að haturs-
hugurinn blossi upp, þegar hann lítur stúlku þá, sem ótvírætt
er gefið í skyn að hann elski, koma biðjandi til sín, vegna föð-
ur síns?
Síðari hluti sögunnar er lakari hinum fyrri. Samtalið milli
Stevensons og Þrúðar er ekki sem best leitt fram. En það
gleymist, því aðalkjarni sögunnar, lýsing á lífi og lífsskilyrðum
fátæklinganna og barátta þeirra fyrir lífinu í strangri vinnu,
með gamaldags vinnubrögðum, er svo umhugsunarverður, að
það smávægilega gleymist.
Eg veit að sagan muni fá misjafna dóma. Yfirstéttinni geðj-
ast ekki að því, að svo miskunnarlaust sé flett ofan af atferli
hennar við fátækiingana, eins og' höf. gerir. Þessvegna mun hún
fordæma hana. En því meiri hnútur, sem höf. fær frá henni
fyrir söguna, því betur hefir honum tekist að koma við kaunin
og því sannari er lýsing hans.
Sem verlclýðsakáld má Theodór vera við því búinn, að sögur
hans falli ekki í geð broddborgaranna.
G.