Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 91
Rjettur]
GALDRA-LOFTUR
93
semdir um hann heima um okkur marga. Slíkar sálar-
skýringar eru í senn sérstaks efnis og almenns eðlis.
Galdra-Loftur verður að lokum vitstola. En margt er þar
mælt af heilbrigðum hug um sjúkdóm hans. Skaphöfn
og eðli Lofts er á marga lund »lævi blandið«. Hann er
sundur tættur, rifinn og rotinn niðri í sjálfum hjartarót-
unum. Galdra-Klofi væri réttnefni á höfuðhetju sjónleiks-
ins. Skóla-nemandinn Galdra-Loftur brýtur bæði guðs og
manna lög. En andi lögmálsins og alvörunnar vakir um
alt leikritið, verpur á það þungablæ og refsar þar vægð-
arlaust lögbrjót og lögbrotum. Sá einn hefir ort getað
Galdra-Loft, er heyrt hefir »raddir samvizkunnar« þruma
í eigin brjósti.
Eg ætla hér eigi að meta né rýna listgildi »Galdra-
Lofts«. Eg hygst eigi leysa gátu hans, heldur hjálpa
ungum nemöndum til lausnar á henni, leiðbeina lítils
háttar við lestur leikritsins. Öll mikils háttar skáldrit eru
holdgan lífsskilnings eða virðingar á manngildi og dýr-
leik lífsins, göfgi þess eða ógöfgi. Að öðrum kosti eru
þau innantóm, sálarlaus og andalaus. Slíkri skáldlist má
líkja við merkingarlaus orð. Menningargiidi skáldskapar
felst, meðal annars, í því, að hann hvessir skilning vorn
á mannlegu lífi, kennir, í orðum og látbragði mannlegra
tilfinninga, »málamjöt of mannasjöt«, sem Egill Skalla-
grímsson kvað. Öll mikilvæg skáldrit eru, að þessu leyti,
uppeldisrit, þótt slíkt láti vísast illa í eyrum bókmenta-
fróðra, sem löngum einangra bókmentir frá lífinu. Bókvit
og mannvit fer oft eigi saman. Skilningur á skáldskap
er því skilningur á skilningi, ef svo staglsamlega má að
orði kveða. Sálar- og örlaga-skilning sinn sýna skáldin í
dæmum eða sýnishornum sérstakrar manntegundar.
Galdra-Loftur er eitt þess konar dæmi, er skoðun skálds-
ins á einum meginþætti mannlegs eðlis holdgast í. En
óvíst er, hve víðtækum anda skáldið ætlar að birtast í
grimu og kufli Galdra-Lofts. Pessum sjónleik vorum er
> einu ólíkt farið flestum skáldritum vorra daga: Pau eru