Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 2
4 sHANN ÆSIR UPP LÝÐINN« [Rjettur
rjettlátu. Það hefir ekki þurft 2000 ára gamla Farisea
til að hneykslast á því, ef tekið er svari kvenna, sem
leiðst hafa afvega í ástarmálum. Það gerði Jesús oftar
en einu sinni. Hvíldardagshelgina braut hann þráfald-
lega og bar hinum rjettlátu Gyðingum það á brýn, að
þeir væru þrælar hvíldardagsins. Hann var fráhverfur
öllum meinlætalifnaði, sem þótti þó eitt af sjálfsögð-
ustu einkennum fullkomins lífernis, og var hann af
þeim ástæðum nefndur átvagl og vínsvelgur. Hann
hvatti menn til gleði og skeytti engum fyrirskipunum
um föstur.
í kenningum sínum rjeðst hann á helgivenjur og
trúarskoðanir þjóðarinnar. Hann rjeðst á bænalíf
þeirra manna, sem töldust rjettlátastir fyrir augliti
guðs. Þeir báðu, til að uppfylla heilagar skyldur, og
þeir báðu á strætum og gatnamótum, til að vera öðr-
um fögur fyrirmynd í sönnum guðsótta. Jesús sagði,
að þeir væru hræsnarar og bæðu til þess eins að sýnast
fyrir mönnunum.
í flestum þeim dæmlisögum Jesú, sem okkur þykja
fegurstar og sem hafa verið kærstar kristnum mönn-
um á öllum tímum, eru broddar, sem hlutu að valda
nístandi sársauka. Hann segir Fariseanum, sem ekki
mátti í neinu vamm sitt vita, að hann komi ekki eins
rjettilega fram fyrir auglit guðs og tollheimtumaður-
inn, sem í engu skeytti fyrirmælum lögmálsins. í
dæmisögunni um miskunnsama Samverjann, ræðsthann
á þá skoðun Gyðinga, að þeir einir geti verið rjettlátir
fyrir augliti guðs. Samverjinn, sem; að þeirra dómi var
óhreinn, er hæfur til að uppfylla æðsta boðorð lög-
málsins, en prestar og Levítar brjóta það og það jafn-
vel í nafni síns heilaga embættis. Hann taldi meira um
það vert að jafna misklíð við bróður sinn en að færa
fram fórn á altarið í musterinu. En það var helgasta
athöfnin, er iðkuð var samkvæmt ríkjandi trúarskoð-
unum.