Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 49
Rjetturj KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR 5i
ilt til þess að vita, að fulltrúar Alþfl. hafa ekki gætt
skyldu sinnar í þessum. málum.
Aldrei hefir mál mitt um stefnuleysi og samtakaleysi
Framlsóknarflokksins sannast jafn átakanlega og á
þessu þingi. Hafa þeir verið sammála um fátt, nema á-
lögurnar á almenning. Þar sem flokkurinn kennir sig
við hugtakið framsókn, skyldi maður ætla, að hann
beitti sjer fyrir einhverjum málum, er til framfara
horfa í lýðræðisáttina. Fyrir þessu þingi lá frumvarp
frá fulltrúum Alþfl. um kosningar til sveita- og bæj-
arstjórna. Samkvæmt frumvarpi þessu fengu menn á
aldrinum 21—25 ára og eins þeir, sem standa í skuld
íyrir þeginn sveitastyrk, kosningarrjett til bæja- og
sveitastjórna. Eins og kunnugt er verður íslenska þjóð-
in að búa við miklu takmarkaðra borgaralegt lýðræði
en þjóðirnar í kring um, oss. Frumvarp þetta var ákaf-
lega væg tillaga í lýðræðisáttina. Það tíðkast hjá flest-
um menningarþjóðum að menn hafi almennan kosn-
ingai-rjett, er þeir eru 21 árs. En Framsókn feldi frv.
Hvar er nú framsóknin?
Frumvarp það, sem upphaflega kom frá Jónasi Jóns-
syni, um1 bygginga- og landnámssjóð er nú orðið svipur
hjá sjón, eins og það liggur fyrir þessu þingi. Tekjur
sjóðsins frá hinu opinbera eru samkvæmt því aðeins %
af því, sem J. J. gerði ráð fyrir í frv. sínu, og nú er
það almenningur, sem á að borga brúsann, en ekki auð-
mennirnir eins og til var ætlast í hinum upprunalegu
tillögum J. J. Tryggingarákvæðin eru þannig, að erfitt
verður fyrir smábændur og leiguliða að fá lán úr
sjóðnum. Til þess að fá lán til nýbýla, þurfa menn að
vera allvel efnaðir. Þó mun þetta vera eitt merkasta
frv. Framsóknar á þessu þingi.
Að lokum skal þrátt fyrir alt endurtekin áskorunin til
bænda, að kjósa Framsókn, ef ekki eru jafnaðarmenn í
kjöri. Hitt er þó mest um vert, að bændur kappkosti að
breyta Framsókn í sannan stjettaflokk alþýðu í sveitum.
4*