Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 20
22
PLÆGINGARVEIZLAN HJÁ F. TAPBJERG [Rjettur
Hann var einn af þessum þúsundum húðarjálka, sem
að engu er getið en vinna nytjastarf sitt í skugganum
eins og ánamaðkurinn.
Hann var ættaður utan úr Grænuhlíð. Menn þóktust
sjá það á vansköpuðu höndunum hans, að hann væri af-
komandi inna svonefndu Kartöfluþjóðverja, en það var
einkenni þeirra að fingurnir á þeim höfðu flatst út að
framan, af því, að grufla í moldinni eftir kartöflum,
þessu »manna« eyðimerkurinnar, hér í dökkum sandi
heiðarauðnarinnar.
Friðrik var auðvitað kvæntur, eins og hver annar
heiðarlegur húðarjálkur þessa héraðs og ástæðan til
þess að hann hafði gift sig var hvorki ný né óvenjuleg.
í tvö ár höfðu þau verið vinnuhjú á sama bænum,
þegar Lína kallaði á hann afsíðis dag nokkurn um
haustið og sagði við hann svo blátt áfram og hispurs-
laust sem góð samvizka einungis getur gert, þessi fáu
orð:
»Jæja Friðrik, nú er eg farin að þykna undir belti,
skaltu vita«.
Friðrik klóraði sér nokkrum sinnum á lærinu og
brýndi ljáinn sinn óvenjulega fast og ótt, svo gekk
hann að slá hafragrasið með svo miklu ofurkappi, að
Lína braut tvo tinda í hrífunni sinni til að hafa við
honum að raka, uns hún sagði við hann, örmagna af á-
reynslunni.
»Æi Friðrik, þú gerir út af við mig, ef þú hamast
svona. Eg er nú orðin svo sveitt að ekki er þur þráður
í skyrtunni minni«.
Þrem vikum síðar keypti Friðrik af húsbónda sínum
ferhyrndan heiðarfljesublett, þar sem naumast var
finnanlegt æti handa fugli, hvað þá nokkuð til mann-
eldis.
Friðrik gekk ötullega að verki, hróflaði upp kofa-
grind af raftasprekum, þakti með lyngi og til þess að
verja þunna leirveggina milli kræklóttra raftanna fyrir