Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 102
104
GALDRA-LOFTUR
[Rjettur
sú gáta, sem upp var borin á 1. þætti ritgerðar þessarar,
hvað sök eigi á ósigri hans og óhamingju.
Skáldið hefir farið með Loft ólíkt því, sem hann fer
með konurnar tvær, er hann gerði úr þjónustumeyjum
þjóðsögunnar, og galdramaðurinn var í þingum við og
meiddi síðan eða drap með gerningum og forneskju.
Öll þrjú hefir skáldið hafið í æðra veldi. En af Solveigu
og Dísu er feykt brott öllu þjóðsagna-mistri, svo að þær
birtast í sögunni með eðlilegum lit og líki. Pær eru í
hvívetna nútíðar-konur. En Loftur leikritsins á ekki nema
að nokkru heima á vorum dögum. Af honum er lítt
svift þjóðsagna-hjúpnum. Hann er 18. aldar nemandi að
hjátrú, hugsunarhætti og athöfn, eins og hann er í þjóð-
sögu Skúla Gíslasonar*. En hann hugsar líka eins og
nútíðarmaður. Hann er hálfur gerr úr menning vorra
daga, hálfur úr menning löngu liðinnar aldar. Af þessum
rökum er erfitt að átta sig á honum. En ekki má missa
sjónar á tveggja alda eðli aðalhetju sjónleiksins. í þessu
efni eru og margir nútíðarmenn furðu svipaðir Galdra-
Lofti. Svo skýra rithöfundar, innlendir og útlendir, frá
efni Galdra-Lofts, að hann fjalli um mátt óska vorra og
ímynd þeirra (»kredsende om Önskets Kraft og Symbolik«,
segir Julius Clausen í stuttri grein um Jóhann í »Salmon-
sens Leksikon«). Á dönsku kallast ritið »Önsket« (d: Oskin),
Galdra-Loftur leggur og mikla stund á óskvisi'. Mannlegar
* Qaldra-Loftur á sennllega að einhverju uppruna að rekja til
»Fausts«. Pá er Jóhann var í 4. bekk latínuskólans, lét þýzku-
kennarinn, Bjarni frá Vogi, bekksögn hans lesa »Faust«. Skýrði
hann nokkuð efni ritsins og heimspekilegar hugsanir. Sjálfur var
Bjarni mjög hrifinn af ritinu. Tel eg víst, að ritið hafi þ,á snortið
Jóhann og frjóvgað. Er áreiðanlegt, að honum fanst mjög til um,
er hann heyrði, að Bjarni hygðist að koma með þetta fræga skáld-
rit á skólabekki. Kunni hann þá þegar — áður en Bjarni hóf
tilsögn sína — að segja, að einhverju, frá efni leiksins, og hve
lengi Goethe hefði haft hann í smíðum. Mér er þetta minnisstætt,
af því að þessi frásögn Jóhanns var eitt hið fyrsta, er eg heyrði frá
»Faust« sagt.