Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 115
Rjettur]
GALDRA-LOFTUR
117
Dísu til að verjast »freistingum valdsins«. En hann talar
í sömu andránni um, að þau lifi sem eigin-andi blási
þeim í brjóst, »í illu og góðu«, ef þau »missi fótfestuna.
Hvaða »ilt og gött« á skáldið hér við? Oft virðist svo,
sem hugur Oaldra-Lofts stundi og stefni út fyrir »ilt og
gott«, þangað sem hann þurfi eigi gefa slíkum mismun
gaum. Kennir hér, að líkindum, áhrifa frá Nietzsche.
Pá er eitt æðiskastið gagntekur hann, í viðtali við Ólaf
svipstundu á undan dauða hans, spyr hann, hví hann
ætti ekki »að vera vondur maður«. Og hann heldur
þannig áfram: ^Þegar eg fæ valdið, skal eg nota það
eins og svipu; Eg skal ginna og kúga manneskjurnar til
að syndga, svo þær fái að reyna sömu kvalirnar sem eg
hefi reynt«. Hann er hér skýrorðari og sterkorðari um
framkvæmdir hins illa en hann var um framkvæmdir
hins góða. Hann mælir þetta að vísu geggjaður. En hið illa
hefir þau tök á honum, að óskiftur, óklofinn fær hann ekki
fylst góðum ásetningi um meðferð valds og yfirnáttúrlegs
máttar, ér hann hefir hlotið slíkt.
En hversu er háttað hlutfalli »góðs og ills« í skaphöfn
hans og sálu?
Pví lýsir Loftur á þessa leið: »Við erum ekki nema
skugginn af því verulega. Það verulega eru þau tvö völd,
það illa og það góða, og sálirnar, sem þau hafa skapað
í sameiningu. Pað illa stendar mönnunum nær, á sama
hátt og eldur jarðarinnar er nær okkur en sólin. Það
illa getur náð- fullkomnun sinni — en helgasta löngun
mannsins hlýtur þó að vera löngunin eftir því góða«.
Torskilin er hún, að sumu leyti, þessi annarlega lífs-
speki. F*á er skáldið kveður »hið illa« standa okkur
»mönnunum nær« en hið góða, á hann vísast við, að
þeim sé gjarnast að breyta illa, að »hið illa« stýri löng-
um framkvæmdum vorum og athöfnum. En sá er munur
góðs og ills, skýrir skáldið oss, að »löngun« »eftir því
góða« er »helgasta löngun« vor. Heilagt merkir það,
sem ekki má traðka, óvirða, misbjóða, brjóta í gegn. Pá