Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 55
Rjettur]
FRÁ ÓBYGÐUM
57
er því fátt um örnefni. Hver hraungarðurinn er öðrum á-
þekkur og lægðirnar allar líkar. Það er sem bergiö lieföi
ýfst fyrir vestanstormi og hafist upp í gráar grjótfextar
öldur. Ekkert fell rís yfir auðnina, og augu vegfarandans
finna hvergi hvíld á þessu tröllslega grágrýtishafi.
Aö austan hallar hraununum liægt niður að Vestari-
Jökulsá, en að vestan eru víða brattar brekkur niður að
lægð þeirri, sem Blanda rennur eftir. Syöst þeirra og lang-
mest er Fossbrekka. Hún er 15—20 km. löng og þráðbein
að kalla. Suöurendi hennar er skamt fyrir norðan og vest-
an Sátu og liggur hún síðan til norðurs nokkru fyrir vestan
Bláfell og nær alt norður í Haugahraun. Hún mun vera 50-
70 metra há og snarbrött. í brúnunum er berg og undir því
urðir, og er hún því víðast ófær hestum. Nafnið hefir hún
hlotið af því, að Bláfellskvísl eða Fossbrekkulækur fellur
fram yfir hana og verður þar allhár foss, sem sést langt
að.
Fyrir norðan Fossbrekku halda brekkurnar áfram norð-
ur með Haugahrauni austanverðu og þaðan norður meö
Þingmannahálsi, en allar eru þær lægri en Fossbrekka.
Haugahraun er grágrýtisslétta, sein gengur vestur frá
Hraunahrygg milli Ásgeirstungna og Galtarárdraga. Það
er lægra en hin önnur hraun, en stórgrýtt og ilt yfirferðar.
Austur frá Haugahrauni eru tvö fell lág í hraunabrún-
inni. Heita þau Ytra- og Syðra-Skiftifell. Þau eru lík að
Iögun: ávöl á brúnir og orpin urð. Nokkru fyrir austan
Ytra-Skiftifell er hæð í hraununum. Hún heitir Bugahæð.
Austan við liana eru upptök Bugakvislar, en svo nefnist
syðsti liluti Svartár í Húnavatnssýslu.
Hraunahryggurinn greinist i þrent að norðan. Vestasti
hryggurinn heitir Þingmannaháls. Er hann skilinn frá að-
alhryggnum af lægð þeirri, sem Svartá í Húnavatnssýslu
rennur eftir. Miðhryggurinn er nafnlaus. Hann liggur milli
lægðar þessarar og Svartárdals í Skagafirði. Austasti
hryggurinn, sem einnig er ónefndur, liggur milli Svartár-
dals og Goðdaladals.