Réttur


Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 93

Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 93
Rjettur] GALDRA-LOFTUR 95 formæður, hversu ólík sem þau eru frændum og foreldri, eða sem hver kunnandi maður á sér kennara, þótt aldrei hafi hann kenslu notið, að því er kallað er, jafnvel sjálfur að öllu kent sér lestur og skrift. Annað hefi eg hér í huga, sem drepa verður eftirminnilega á: Jóhann Sigur- jónsson fluttist óvenju-vendilega frá fósturjörð sinni. Hann var, sem Fjalla-Eyvindur, útlagi. En sjálfur dæmdi hann sjálfan sig til útiegðar sinnar, en hvorki yfirvöld né alþingi. Er auðskilið, að skáldinu fanst kona, er batt við hann ástir og æfitrygð, flýja með sér á eyðimerkur og öræfi mannlegs félags. Á »breiðum strætum« erlendrar stórborgar var Jóhann skáld stundum litlu birgari að vistum og veraldlegum auði en Fjalla-Eyvindur, sekur og sveitflótta, á heiðasöndum og háfjöllum íslands. Jóhann Sigurjónsson fluttist frá ættjörð sinni ekki eingöngu í landfræðilegum skilningi, heldur einnig í bókmentalegri merkingu- Hann flýði, í skáldskap sínum, móðurmál vort >hið mjúka og ríka«, sem frændi hans náinn, Jónas Hallgrímsson, kallaði tungu vora, og fluttist búferlum á erlenda tungu, ef svo má að orði kveða. Hefir tunga vor beðið mikinn skaða við þann útflutning, og verður slíkt tjón aldrei metið. En ekki er þetta mælt Jóhanni Sigurjónssyni á nokkurn hátt til áfellis eða ásökunar. Hann átti ekki annars úrkosti, eins og þá var háttað menningu vorri og þjóðarhag. F*essi andlega Ameríkuför Jóhanns er, án efa, djarfmannlegast tiltæki hans og einna frumlegast, enda varð hann hér eins konar nýlendu-stofn- andi. Hann varð fyrirmynd, því að ung skáld vor hafa, sem kunnugt er, síðan gert að dæmi hans, og hefir þeim mörgum vel farnast. Var því sízt láandi, þótt ýms- um þætti brottflutningur Jóhanns úr tungu vorri ísjár- verðum nýnæmum gegna. En það má vera öllum unn- öndum íslenzkrar menningar huggunar- og fagnaðarefni, að hann fluttist frá oss vel búinn að andlegum fararefnum. Þau fararefni voru bókmentir .vorar, þjóðsögur og forn- sögur. Pau yrki eru furðulegrar náttúru. Þau rýrna ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.