Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 48
50 KOMMÚNISMINN OG RÆNDUR [Rjettur
er flokkinn fylla, tel jeg stjettasamherja, og ýmsir
leiðtogar flokksins, svo sem Jónas Jónsson ráðherra,
eru mikilhæfir menn. Væri ómaklegt að saka mig um
illgirni í garð Framsóknar.
Þar sem ekki eru jafnaðarmenn í kjöri, vil jeg hvetja
bændur til að kjósa Framsóknarmenn til þings. En jeg
vil jafnframt hvetja þá til að taka virkari þátt í starfi
flokksins og breyta honum í raunverulegan stjettaflokk
alþýðu í sveitum, er lætur sig meira skifta sönn fram-
faramál en innantóm gífuryrði«.
En eigi blæs byrlega fyrir vonum mínum. Stefna
Framsóknar í flestum þeim málum, sem almenning
varðar mest, hefir verið beint áframhald af pólitik í-
haldsflokksins. f III. kafla greinar minnar í »Rjetti«,
deildi jeg mjög á ihaldsflokkinn fyrir stjettapólitík
hans í tollamálum. Helsta bjargráð núverandi þing-
meirihluta hefir verið að hækka álögurnar á almenti-
ing. Framlenging á tollalögum íhaldsins og nýir tollar.
Hjal Framsóknarblaðanna á undanförnum: árum um
þetta efni hefir verið orð, orð, innantóm.
Framsóknarflokkurinn ætlar að hækka verðtollinn
illræmda um 50% (af þeim vörum, sem hann áður var
10% verður hann nú 15%, en 30% þar sem1 hann áður
var 20%). Ennfremjur ber hann fram frumvarp um
stórfelda hækkun vörutolls á kolum, salti, tunnum og
komvöt'u. Ef jafnaðarmönnum hefði ekki tekist að af-
stýra því, hefði almenningur í sveitum orðið að greiða
háan skatt af aðalneysluvöru sinni, kornvörunni. Hví-
líkur bændaflokkur! Hvílík bændapólitík! — Hinsveg-
ar er ríkissjóði enn sem fyr stranglega bannaður að-
gangur að auðlindum afurðasölunnar og stórfram-
leiðslunnar. Eins og í stjórnartíð íhaldsins eru þær hið
allrahelgasta, þar sem enginn hefir aðgang nema
æðstipresturinn, stórframleiðandinn. Ef til vill tekst
jafnaðarmönnum að endurreisa tóbakseinkasöluna. En
það verður áreiðanlega alt og sumt í þá átt. Annars er