Réttur - 01.02.1928, Blaðsíða 70
72
FEÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
Þaðan er farið vestur yfir Jökulsá og í Vestari-Polla á
Hofsafrétt. Þá er farið vestur með Ásbjarnarvötnum að
norðan og yfir Lambahraun fyrir norðan Ásbjarnarfell.
Síðan Iiggur leiðin vestur yfir Jökultungu, fram hjá Ey-
firðingaflá og Eyfirðingahólum, og þaðan vestur yfir
Ströngukvísl hjá Sátu. Þá er farið yfir Guðlaugstungur
og Svörtutungur ofanverðar og er áningarstaður undir
Álftabrekkum. Blanda er riðin austur frá Kjalhrauni og
síðan farið sjónhending á Gránunes, en þar mætast Vatna-
hjallavegur og Kjalvegur.
Vatnahjallavegur er ekki varöaður, og hvergi eru þar
götur eða troðningar. Allur er hann grýttur, og heldur er
þar fátt um haga. Hann er því sjaldan farinn nú, en meðan
skreiðarferðir tíðkuðust, fóru Eyfirðingar hann oft. Var
hann þá farinn í þremur áföngum. Hinn fyrsta dag var far-
ið úr Eyjafirði í Vestari-Polla. Næsta dag þaðan í Gránu-
nes. Þriðja daginn var farið úr Gránunesi að Gýgjarhóli í
Biskupstungum.
Frá ferðinni.
Mánudaginn 23. júlí héldum við félagar frá Herjhól í
Guðlaugstungum. Að morgni þessa dags lá þokudrungi á
fjöllum. Var okkur þvi skapi næst, að fara hvergi þennan
dag, en bíða bjartara veðurs. En er leið af dagmálum,
glaðnaði til í lofti og gerði hið fegursta veður: sólskin og
norðan svala. Réðum við þá að fara og bjuggumst í
skyndi, en urðuin nokkuð síðbúnir.
Við riðum Ströngukvísl beint á Áfangaflá. Rennur hún
þar á breiðum eyrum, og er þar ekki trútt um sandbleytu.
í Áfangaflá áðum við skamma stund, því að eftir það vissi
ég ekki haga von, fyr en austur á Hofsafrétt. Svo hélduin
við út á öræfin.
Skamt fyrir austan Áfangaflá er lítið fell, sem Hrauns-
haus heitir. Fórum við nokkuð fyrir sunnan fell þetta og
stefndum á Bláfell. í fyrstu Iá leiðin um lága urðarása, en