Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 6

Réttur - 01.01.1944, Side 6
10 RÉTTUR fræðimanna um alþjóðarétt, að samningsslit séu réttmæt, ef annar aðili ekki fullnægir í verulegum atriðum skuldbindingum sínum. En síðan 9. apríl 1940 hafa Danir ekki átt kost ó að fullnægja skuld- bindingum sínum samkvæmt samningnum, og hann þar með burtu fallinn, er Island óskar þess. Enda frumréttur viðurkenndur full- valda þjóðar að ákveða sjálf stjórnarfyrirkomulag sitt. 7) Ef óskað er frekari upplýsinga um þróun málsins og aðrar staðreyndir eða frekari skýringa, er mælzt til, að rætt sé við sendi- herra íslands í Washington og þess jafnframt óskað, að honum sé afhent afrit af orðsendingu þessari. 8) Þess skal getið, að Alþingi mun lýsa yfir því, að danskir ríkis- borgarar skuli halda óskertum réttindum sínum samkvæmt sam- bandslagasamningnum, þar til hægt verður að semja um frambúð- arviðskipli þjóðanna, þótt Dönum hafi ekki verið og sé ekki unnt að fullnægja samningsskyldum sínum. 9) Ríkisstjórnin hefur þegar eftir að Alþingi hafði í júní 1942 ákveðið að skipa nefnd til þess að undirbúa fyrir þing það, sem nú er komið saman, frumvarp að lýðveldisstjórnarskipun, gert ráð- stafanir til þess að skýra konungi og ríkisstjórn Dana frá öllu mál- inu. En ekki er komin enn frétt um að sú skýrsla, sem send var af stað fyrir sex vikum síðan, sé komin fram. Hún var ekki komin fram fyrir viku síðan. 10) Núverandi ríkisstjórn hefur opinberlega lýst yfir því, að hún mundi beita sér fyrir lausn málsins á þessu ári. Frá þessu er því ekki hægt að víkja án þess að gefa opinberar skýringar, sem varla verður neitað, að hægt sé að nota á einhvern hátt til propaganda. 11) Ég vænli þess, að stjórn U.S.A. laki framangreindar ástæður til sömu vinsamlegu athugunar sem vér erum jafnan fúsir til að at- huga það, sem stjórn U.S.A. kann að hafa frekar fram að bera. En þess skal getið, að vegna skammrar setu í þetta sinn verður Alþingi að taka mál þetta fyrir mjög bráðlega. Leið nú fram til 20. ágúst, að mér var afhent svohljóðandi svar:

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.