Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 11

Réttur - 01.01.1944, Side 11
R É T T U R 15 nefndar var lagt fyrir þingið sem stjórnarfrumvarp. Stjórnarskrár- og skilnaðarnefndir kosnar og málið lekið til umræðu í þeim. 22. janúar barst forseta sameinaðs Alþingis svohljóðandi bréf frá ríkisstjóra íslands, Sveini Björnssyni: „Tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzka sam- bandslagasamningsins m. m. og frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins íslands hefur nú hvorttveggja verið falið sérstökum nefndum innan Alþingis til athugunar. Eg tel mér því skylt, að vekja nú athygli á því, hvort ekki muni heppilegt að nefndir þessar athugi jafnframt, hvort tiltækilegt þyki, að Alþingi það, Sem nú silur, geri ráðstafanir til Jress, að kvatt verði til sérstaks þjóðjundar um málið. Mælti Jjetta verða með öðrum hvorum þeirra hátta, er nú skal nefna. 1. Að Alþingi feli slíkum þjóðfundi meðferð og afgreiðslu mála þessara, án þess að Alþingi geri áður samþykktir sínar um Jiau. 2. Að Alþingi geri samþykklir sínar nú og skjóti þeim síðan til slíks J)jóðfundar til fullnaðarmeðferðar og samþykktar, með eða án breytingar á samþykktum Aljringis. Alþingi það, sem nú situr, mundi þá setja lög um slíkan þjóðfund, fulllrúatölu hans, kosningar, fulltrúa, samkomutíma, samkomustað, o. s. frv. Geri ég ráð fyrir því, að fulltrúar yrðu kosnir með nokkr- unt öðrum hætti en AlJjingismenn eru kosnir nú. M. a. yrði ekki um hlutfallskosningar að ræða, uppbótarsæti o. fl., sem er beinlínis miðað við skiptingu manna í stjórnmálaflokka, eins og nú er, og eðlilegt hefur þótt er um venjuleg löggjafarmál er að ræða. Enu gæti komið til mála að nokkrir menn sætu fundinn sem sjálfkjörnir vegna stöðu sinnar, svo sem dómarar hæstaréttar, ráðherrar og lagaprófessorar háskólans. Þessi uppástunga frá ríkisstjóra mun af mörgum verða talin ó- venjuleg, meðal annars vegna þess, að hún kemur fram sem per- sónuleg uppástunga, án samráðs við ráðuneytið eða á ábyrgð jjess eða nokkurs einstaks ráðherra. Ég mun leiða nokkur rök að henni, án J^ess að telja annað en meginástæður hennar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.