Réttur - 01.01.1944, Qupperneq 16
20
R É T T U R
einna mestur Ijómi stendur af, þjóðfundinn 1851. Það var því eðli-
legt, að íhugað væri, hvort eigi væri heppilegast að leysa málið
nú með þessum hætti.
En aðstaðan var gerólík.
Alþingi hafði að vísu verið endurreist 1845. En á þeinr árum var
þingið eigi löggjafarþing heldur einungis ráðgjafarsamkoma fyrir
einvaldan konung, sem tregðaðist við að láta Islendingum í té hið
sama fullveldi yfir málum þeirra og hann lét Dönum í té með
kvaðning þjóðfundarins danska 1848—49. íslendingum var ljóst,
að hið ráðgefandi Alþingi gat eigi farið með neitt hliðstætt vald
þjóðfundinum danska, og því lögðu þeir megin áherzlu á, að sam-
an yrði kvaddur á Islandi reglulegur þjóðfundur með óskoruðu
valdi slíks fundar. Danska stjórnin ætlaðist aldrei til þess, að fund-
urinn 1851 hefði slíkt vald, og umboðsmaður hennar hleypti fund-
inum upp, ]>egar í Ijós kom, að fundarmenn héldu fast á hinum
íslenzka málstað.
Alþingi er nú eigi ráðgefandi samkoma úllends einvaldskonungs,
heldur réttur aðili um stjórnarskrárbreytingar og því með öllu
ósambærilegl við ráðgjafarsamkomuna frá 1845. Fordæmið frá
1851 átti þegar af þeirri ástæðu ekki við. Munu og vandfundin
dæmi þess, að sérstaklega kosinn þjóðfundur eða stjórnlagaþing
hafi verið kallað saman hjá ]>jóð, sem hafði jafnframt starfandi
löggjafarþing. Engu að síður var ])jóðfundarhugmyndin mjög
rækilega rædd, einkum sumarið 1942, þegar þingmenn og ríkis-
stjórn báru saman ráð sín um, á hvern veg stofnun lýðveldis yrði
bezt tryggð. Áttu fulltrúar flokkanna þá samtöl um þetta við ríkis-
stjóra.
Voru þá í upphafi sumir þess hvetjandi, að við síðari kosningar
1942 væri sett í stjórnarskrána heimild til kvaðningar þjóðfundar
um úrslitaákvörðun þessa máls. Að alhuguðu máli virtust þó allir
horfnir frá því ráði.
Höfuðástæðan til þess var það álit manna, að þjóðfundur ætti
eðli sínu samkvæmt að vera fullvalda sljórnlagaþing. Slíkum þjóð-
fundi yrði því eigi takmarkanir settir. Ef hann er saman kominn,
þá getur hann sett hver þau ákvæði varðandi stjórnskipun lands-