Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 24

Réttur - 01.01.1944, Side 24
28 RÉTTUR Meðan dumpið heyrðist reyndi Kassner ekki að ráða í stafrófið. Það skipti ekki mestu, hitt var aðalatriðið að samband næðist, hann var að leysa félaga sinn og sjálfan sig úr tóminu jafnt með því að hlusta og banka. Samstæðurnar, tveir-sex, einn-fjórir, voru áreiðan- lega ekki úr kerfi er skipti stafrófinu, fyrst á eftir komu stakar töl- ur. Þær hlutu næstum að þýða tölur. 5-2-26—9-10. Hann mundi ekki hinar. Hann bankaði aflur. Og enn svaraði nágranninn. 5-2-26; 9-10; 14-14; 26-9. Hvað eftir annað endurtók hann tölurnar, þar til Kassner hafði svarað með þeim sömu. Kassner reyndi af alefli að sjá þessar tölur í röð, það var ekki i talnanöfnunum heldur í sjálfum merkjunum sem lykillinn að merk- ingu þeirra var falinn. Ilonum fannst hann vera eins og fluga í hol- um steini, haldandi dauðahaldi með fótunum samsöfnuðum forða, þannig krepptust fingurnir að hrjósti hans yfir þessum tölum, sem voru vináttutákn, en gátu týnzt vegna veiklunar og æsingar minnis hans, eins og draumur að morgni. Hangandi í óskynjandi og veik- um þræði að haki augna hans virtust þær samt lýsa í myrkrinu, og það var eins og þær héldu honurn uppi og hann ætti á hættu að sökkva, ef hann missti af þeim. Hann reyndi allar mögulegar skýr- ingar, átti einhver .ákveðin tala að leggjast við raðtölu hvers stafs í stafrófinu, eða dragast frá eða margfaldast; var stafrófinu skipt í nokkra kafla? Hugsun, leit að tölum, lausn frá hinu kveljandi tómi, var slík hvíld, að allir erfiðleikar virtust nú viðráðanlegri: Gat það verið stafrófið aftur á bak? . . Hann fann að hann kunni ekki staf- rófið utanbókar nema áfram. En ef maðurinn sem bankaði væri vilfirrtur? Hann minntist eins kunningja síns, anarkista, senr eitt sinn er hann lá á hermannaspítala hafði fengið þá sem lágu í rúmunum næst honum til að neita herþjónuslu af samvizkuástæðum. Það komst upp, og hann var fluttur í rúm þar sem þil var á aðra hönd en brjálaður maður í næsta rúmi.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.