Réttur - 01.01.1944, Page 25
RÉTTUR
29
Og því skyldi þetta ekki geta verið einhver varðanna, sera svaraði
honum með því að hanka tóma vitleysu, að gamni sínu?
Bankið byrjaði á ný. Þessa ódrepandi ,þrjóskulegu þolimnæði gat
enginn átt nema fangi; og slík aðgæzla, slík einbeiting á aðferðina
var óhugsandi af vitskertum manni.
Með jafnmikilli þolinmæði mundi hann finna lykilinn. Bára að
liann ruglaðist ekki í lölunum meðan hann var að reyna við þær eina
hugmyndina af annarri, og yrði einmana og allslaus, svona nálægt
þessum þrotlausa bróðurhug.
En hvert hljóð sem heyrðist í fangelsinu var að verða að hánki í
fjarska, og fangelsið allt minnti meir og meir á næturfundinn í Ham-
horg, þar sem hver maður kveikti á eldspýtu að bón hans, og hægt
var að fá hugmynd um mannfjöldann af þeim ótölulega grúa ör-
smárra ljósa, sem blossuðu snöggvast í náttmyrkrinu svo langt sem
augað eygði.... Hann minntist götu í verkamannahverfi skammt
frá Alexanderplatz, í tunglskini, með lokaðar lóbaksbúðirnar, —
hardaganótt. Kommúnistarnir voru nýfarnir af götunni og síðustu
ljósin voru að slokkna; drunurnar í lögreglubílunum færðust nær.
En varla höfðu Jjeir brunað framhjá er hver gluggi var uppljómaður
og í þeirn skuggi við skugga. Fólkið hélt sér dálítið til haka vegna
kúlnahættunnar, en hafði alll þotið út í gluggana, líka börnin, án
þess að spyrja um leyfi.
Dyr opnuðust fyrir félögum sem kynnu að liafa falizt í göngum
og skotum. Og svo jafnsnögglega og þessi bróðurlegi samúðarvottur
hafði hirzt, hvarf allt; enn einn lögregluhíll var að koma, og hrun-
aði milli húsaraðanna sveipaðra í tunglskinsbjart afskiplaleysi.
Klukkustundum saman vissi Kassner ekki af öðru en tölunum og
verðinum, sem gekk framhjá klefanum. Loksins, nærri af tilviljun,
eins og það hefði orðið til í huga hans af sjálfsdáðum, fékk hann ]>á
hugmynd að 5 þyrfti ekki að ]>ýða að 1 væri fimmti bókstafurinn,
lieldur að stafrófið byrjaði eftir fimm fyrstu stafina. F væri þá 1,
G 2.. Z 21; A 22; B 23. ... E 26. Fanginn var enn að banka og
Kassner hlustaði, teljandi höggin á fingruin sér og stafandi:
2 : G; 26 : E; 9 — N1
1) Genosse -— félagi.