Réttur - 01.01.1944, Page 27
R É T T U R
31
Og dumpið, það hófst á ný.
10 = 0
Meðan fanginn hélt áfrain bánkaði Kassner sömu stafina:
1, 4 = s; 1, 4 = s. 2, 6. ...
1 niðamyrkri fangelsisins voru þeir báðir að stafa sama orðið,
félagi, öruggir um að nú skildu þeir hvor annan, og sarnt héldu þeir
báðir áfram þar til allir stafirnir voru komnir, hlustandi hvor eftir
annars bánki, eins og þeir væru að hlusta eftir hjartslætti.
Kassner langaði til að segja ekkert nema það sem máli skipti. lang-
aði til að nota þau orð ein, sem mundu snerta dýpst manninn, sem
lokaður var inni milli steinveggjanna. Fyrst af öllu, að segja honum
að hann væri ekki einsamall, vernda hann frá kaðlinum, sem hann
var ekki heldur að rekja, fyrst hann var að bánka. Kassner valdi
orðin, taldi á fingrum sér, þelta var tungumál, sem hann þurfti enn
að stafa, áðan hafði leiðsögn félaga hans hjálpað honum. En nú
heyrði hann:
Láttu ekki hugfallast.
Vörðurinn gekk framhjá.
Hinn fanginn hélt áfram, en Kassner var að byrja að, bánka orðið
hver, svo það kom hvað í annað.
Maður getur
Hurðarskellur virtist eyða bánkinu. Kassner lagði við hlustirnar.
Hann þóttist viss um að geta greint hvaðan hljóðið kæmi, og hurð-
arskellurinn kom úr sömu átt og bánkið.
Annaðhvort hafði vörðurinn farið inn í klefa félaga hans eða ann-
an nógu nálægt til að hann hætti að bánka. En eitthvað lágt og fjar-
lægt, eins og hljóð niðri í vatni, var að gerast þar inni, og kom hon-
um til að hríðskjálfa í myrkrinu. Var það bánk? Nei, skellir voru
það, hver eftir annan, það var ekki lengur fingur, sem bánkaði,
heldur allur líkami félaga lians, sem var verið að misþyrma og skall
í klefaveggina, og hljóðið titraði í skuggunum kringum Kassner,
sem stóð með opinn munn, eyðilagður af vanmætti og skelfingu.
Hann beið þeirra.
En kannski kæmu þeir ekki. Þeir hlutu aðeins að hafa heyrt félaga