Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 31

Réttur - 01.01.1944, Side 31
R É T T U R 35 í klefana. Og þrátt fyrir þessi brjálæðisgreni voru samt fimm milljón nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Finnið þið ekki. . . .“ Hurðin opnaðist og bjart ljósið af ganginum brann gegnum heila hans. Það streymdi um allan líkama hans, skolaði burtu myrkrinu, sem límdi aftur augnalok hans. „Jæja, ertu að hugsa um að átta þig?“ Loks tókst honum að opna augun. Tveir menn, rauðir og grænir, með gulum blettum sem blinduðu hann. . . . Þeir urðu brúnir: Ein- kennisbúningar stormsveitarmanna með svörtum hakakrossum á hvítum armborðum; hvítt — óþolandi lilur. . . . Kassner fann að honum var ýtt út úr klefanum. Þeir leiddu hann gegnum öldur af gulu ljósi. Nú höfðu þeir kom- izt að því að hann var Kassner. Ætti hann að reyna að komast undan? En hann hafði varla stjórn á líkama sínum, mundi hvorki geta hlaupið né slegizt. Hann sá heldur ekki skýrt. Eg kem til sjálfs mín aftur þegar farið verður að pynda mig. — Orð börðust um í honum eins og fjötraðir vængir, honum fannst hann hreyfast áfram eins og loftbelgur, vera svipt upp á við af ferska loftinu sem fyllti lungu hans, af löngum hindrunarlausum skrefum, af ljósinu sem orðið var blátt, eins og þegar maður tekur ofan dökk gleraugu, þarna gólfið, — þetta var dagsbirta. „Hver veit nema ég geti banað einum þeirra samt, innan stundar, ef ég fæ færi.“ Það var ekki fyrr en hann stóð frammi fyrir nazistaembættis- manni, í sama salnum og hann var yfirheyrður í þegar hann kom í fangelsið, að honum skildist að þeir voru ekki á leið með hann í varðstofuna eða myrkraklefana. Ekki enn að minnsta kosti. Ætluðu þeir að flytja hann í annað fangelsi? Auk myrkraklefanna var ekki um annað að ræða en uppreistu líkkisturnar. Dagsbirtan flæddi yfir andlit, sem Kassner skynjaði ekkert af nema stutt og stríhært yfir- skegg og loðnar augabrúnir, og yfir tvo dökkleita menn óeinkennis- búna, sem líktust yfirfrökkum hangandi á veggnum sem þeir höll- uðust uj)p að. Fyrir framan þá lá sólskinsband morandi af ari, glitr- andi eins og vatnsborð í stormi. Kassner skrifaði undir lista, nazist- inn rétti öðrum yfirfrakkanum umslag og böggul í rifnum paj)]hrs-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.