Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 46

Réttur - 01.01.1944, Side 46
50 RÉTTUR legan og heldur ósmekklegan vígamóð. Ríkisstjórnin skipaði þriggja manna sáttanefnd auk sáttasemjara. Svo fóru þó leikar að Dags- brún vann glæsilegan sigur, án þess að kæmi til verkfalls. Enda mun kaupdeila þessi hafa verið betur undirbúin en dæmi eru til áður hér á landi og almenningsálitið eindregið á bandi Dagsbrúnar. Samkvæmt hinum nýju samningum er grunnkaup í almennri dagvinnu nú kr. 2.45 um klst. En grunnkaup í ýmsri erfiðri vinnu hækkaði úr kr. 2.10 eða 2.75 upp í 2.90, en hæsta kaup Dagsbrún- armanna er kr. 3.60 um klst. (Box- og katlavinna o. fl.) Haldið er áfram samningum um betra skipulag vinnunnar við höfnina til þess að tryggja stöðugri atvinnu. Samkomulag náðist einnig um ýms önnur atriði, sem verkamenn fóru fram á. FORMANNSSKIPTl í FRAMSÓKNARFLOKKNUM í apríl hélt Framsóknarflokkurinn sjöunda flokksþing sitt í Reykjavík. Þar gerðust þau tíðindi að Hermann Jónasson var kos- inn formaður í stað Jónasar Jónssonar, sem verið hefur foringi flokksins frá stofnun hans. Jafnframt var samþykkt ályktun þar sem fordæmd var stefna blaðsins „Bóndans“; en samtök þau, er að „Bóndanum" standa er svartasta afturhaldið í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um. Stefnumiðið er að sameina stóratvinnurekendur og stórbændur í eina afturhaldsfylkingu til þess að brjóta verkalýðshreyfinguna og sósíalismann á hak aftur og hreyfingin ber á sér öll einkenni fasist- iskra stórbændasamtaka í öðrum löndum. „Bóndinn“ hefur notið stuðnings Sambands ísl. samvinnufélaga. Margir frjálslyndir Framsóknarkjósendur munu telja þetta all- mikinn sigur. Og víst er um það, að þessar ráðslafanir hafa verið gerðar vegna þungrar undiröldu róttækra afla í sveitum Iandsins. En jafnframt er áríðandi að menn geri sér vel Ijóst að enn hefur í raun og veru ekkert breytzt. Um langt skeið hefur engum dottið í hug að snúa sér til Jónasar frá Hriflu sem fulltrúa Framsóknarflokksins þó hann hafi ált að heita formaður. Hinsvegar heldur hann öllum sínum valdastöðvum,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.