Réttur - 01.01.1944, Page 47
RÉTTUR
51
þó hann missi formannstitilinn. Bæði hann og Jón Árnason voru
kosnir í miðstjórnina og blaðstjórn Tímans. Sagt er að Hermann
og Eysteinn hafi gengið á milli fulltrúanna til þess að biðja þá að
kjósa Jónas í miðstjórnina. Jónas mun halda áfram að nota „Sam-
vinnuna“ og ef lil vill „Dag“ á Akureyri sem einkamálgögn sín,
eins og ekkert hafi í skorizt. Auk þess er hann sjálfur farinn að
gefa út tímarit. Og hann hefur Samband ísl. samvinnufélaga og
Landsbankann að bakhjarli.
Ályktanir flokksþingsins eru hinn furðulegasti samsetningur.
Það sem mest ber á er áróðursglamur, tómyrði og hugsanagrautur.
Sameiginlegt einkenni: Stefnuleysi. Mjög er staglazt á gömlu tugg-
unni um „samvinnustefnuna“, án hins minnsta skilnings á þýðingu
samvinnunnar í haráltu alþýðustéttanna eða gildi hennar í þjóð-
skipulagi framtíðarinnar. Margt er talað um að útrýma atvinnu-
leysinu jafnframt því, sem lögð er megináherzla á að viðhalda
orsök þess, auðvaldsskipulaginu. Flokksþingið lýsir yfir vilja
flokksins lil samstarfs við „vinnandi framleiðendur og verkamenn“,
en ekki er vitað að flokksstjórnin hafi afturkallað fyrirmæli sín
til sinna manna í Búnaðarfélaginu, samvinnufélögunum og öðrum
samtökum hænda um að hafna öllum samstarfstilboðum Alþýðu-
sambandsins. Jafnframt er öllum leiðum haldið opnum um samstarf
lil hægri með því að lýsa yfir að flokkurinn vilji hafa samstarf við
hvern þann stjórnmálaflokk, „sem þjóðin hefur falið umboð sitt á
löglegan hátt“ (!)
Að öðrum þræði eru svo afturhaldskröfurnar og er þar allt
skýrara. Enn einu sinni lýsir flokkurinn yfir kröfu sinni um alls-
herjarkauplækkun og lækkun á afurðaverði bænda, jafnframt því
sem haldið sé áfram að ausa milljónum úr ríkissjóði til stórbænda.
Þá eru beinlínis fasískar kröfur um stjórnskipulag landsins.
í ályktun um „stjórnskipunarmál“ ei þess krafizt að forseti skuli
hafa rétt lil að skipa ríkisstjórn „með sérstöku valdi“, ef ekki verður
samkomulag milli flokka um stjórnarmyndun, að forseti skuli liafa
vald til að fresta framkvæmd laga, með því að synja þeim uni stað-
festingu, að þingmenn skuli sviptir rétti til að bera fram breyt-
ingartillögu við fjárlög, nema með sérstökum takmörkunum, að