Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 52

Réttur - 01.01.1944, Side 52
Friedrich Engels: Menningarskeið forsögunnar Hér jer á cjtir inngangskajlinn að einu merkasta riti Friedrich Engels, — Uppruna fjölskyldunnar, einkaeignaréttar og ríkisins. — Geir Jónasson magistcr hejur séð um þýðinguna, og verður vonandi ekki langt ]>angað til þessi ágœta bók kemur út í ís- lenzkri þýðingu. Morgan er sá fyrsti, sem af þrautprófaðri kunnáttu hefur reynt að koma ákveðinni skipan á sögu frumstæðra þjóða. Og það er áreiðanlegt, að flokkun hans verður að teljast fullgild, þangað til mikilvægar viðbótarheimildir gera breytingar nauðsynlegar. Það er um að ræða þrjú tímahil í þróunarsögu mannsins. Hið fyrsta er tímahil villimennsku, annað hálfsiðunar og hið þriðja tímabil siðmenningar. Morgan fæst eingöngu við tvö hin fyrri og þróun þeirra til siðmenningar. Tveimur fyrri tímabilunum skiptir hann í þrennt: frumskeið, miðskeið og lokaskeið — allt eftir fram- förum í öflun fæðutegunda. Hann segir: Æðstu völd manna yfir náttúrunni eru komin undir leikni á sviði íramleiðslu. Mannkynið eru einu verurnar, sem segja má um, að náð hafi nærri algerum tökum á matvælaöflun. Og allar framfarir mannkynsins standa, beint eða óbeint, á grunni aukinna afkomuhátta.“ — Um þróun fjölskyldunnar er svipaða sögu að segja, enda þótt aðgreining þró- unarskeiðanna komi þar ekki jafn skýrt í ljós. I. VILLIMENNSKA FRUMSKEIÐ Bernska mannkynsins átti sér stað í skógum heittempraða og kyrrabeltisins, þar sem það á uppruna sinn og hefur a. m. k. að einhverju leyti hafzt við í trjám, því að annars væri það óskiljanlegt, að hin ægilegu rándýr skyldu ekki tortíma því,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.