Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 55

Réttur - 01.01.1944, Side 55
RÉTTUR 59 Um það leyti, sem fyrstu kynni hófust með Indíánum og Evrópu- mönnum, lifðu kynflokkarnir austanmegin Missisippi á frumskeiði hálfsiðunar, stunduðu nokkra garðyrkju, ræktuðu maís og senni- lega grasker eða gúrkufrænda og aðra garðávexti. Þessi jarðar- gróði var mjög mikilsverður þáttur viðurværis Indíánanna, sem bjuggu í timburhúsum og víggirtu þorp sín. Kynflokkarnir að norð- vestan — einkum við Kolumbíafljót — stóðu enn á lokastigi villi- mennskunnar og þekktu hvorki lil leirkeragerðar né ræktunar af neinu tagi. Pueblo-indíánar Nýju-Mexícó, Mexíkanar, Miðameríkan- ar og Perúbúar voru hinsvegar komnir á miðskeið hálfsiðunar, þeg- ar hvítir menn lögðu lönd þessi undir sig. Búið var í kastalalíkum húsum úr sólhertum tígulsteini eða grjóti og eftir því hvernig farið var loftslagi og staðháttum ræktuðu Indíánarnir mais og aðrar nytjajurtii í görðum með áveitukerfi og uppskáru á þann hátt mest allt viðurværi. Auk þess höfðu þeir nokkur alidýr, Mexikanar kalk- úna og aðra fugla, en Perúbúar lamadýrin. Einnig voru hagnýttir flestir málmar, að járninu undanskildu, svo að vopn og áhöld smíð- uðu þeir úr steini. Landvinningar Spánverja tóku fyrir alla frekari þróun í sjálfstæða átt. Austan hafsins hófst miðskeið hálfsiðunar með tamningu dýra, sem gáfu af sér kjöt og mjólk. Aflur á móti virðist ræktun nytjajurta óþekkt, þar lil seint á þessu skeiði. Tamning dýra — kvikfjárræktin — og myndun stórra búfjárhjarða, virðast hafa orðið til þess, að Aríar og Semítar urðu fráskila við aðra þjóðflokka á þessu menn- ingarskeiði. Og á meðal Aría í Asíu og Evrópu eru nöfn á búfé af sömu rótum runnin, en um nöfn á nytjajurtum er allt öðru máli að gegna. Myndun hjarðhópa leiddi lil hirðingjalífs á heppilegum stöðum. Semítar reikuðu með hjarðir sínar á sléttunum við Efrat og Tígris, en Aríar á sléttum Indlands og við fljótin Amudarja, Syrdarja, Dnjepr og Don. I nágrenni slíkra heitilanda liafa menn fyrst farið að temja dýr. Síðari kynslóðum virðist þessar hirðingjaþjóðir eiga uppruna sinn langt frá þeim slóðum, þar sem vagga mannkynsins hefur staðið — á landsvæðum, sem forfeður þeirra hefðu ekki getað þrifizt og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.