Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 60

Réttur - 01.01.1944, Side 60
64 R É T T U R WHAT IS PHILOSOPHY (Hvað er heimspeki) heitir bók, sem kom út fyrir fáum árum. Höfundurinn er amerískur marxisti, Howard Selsam að nafni, og er skólastjóri við lýðræðis- skólann (School of Democracy) í New York. What is Philosophy er alþýðlegt rit og auðskilið. Helztu kaflafyrirsagnir eru sem hér segir: Heimspeki fyrir hvern? Efnishyggja og hughyggja, stöðnun og breyting, hlutverk vísindanna, sagan og frelsið. Höfundur sýnir fram á hvað heimspekin sé, að hún hafi allt af verið hér niðri á jörðu, þótt ýmsir láli sem hún komi lífinu ekki við, -— hún sé jafn marg- háttuð og viðhorf mannanna — og einmitt nú, er vandamálin steðja að, sé brýnust þörf á öruggum forsendum og rökvísri hugsun, þ. e. heilbrigðri heimspeki. Síðan tekur höfundur að ræða heimspeki- skoðun marxismans eins og ofangreindar kaflafyrirsagnir bera með sér. Sérstaklega lærdómsríkur er kaflinn um söguna og frelsið, leggst höfundur þar djúpt í útlistun sinni og skilgreiningu og eru það hress- andi viðbrigði eftir hin algengu, innihaldslitlu og óljósu skröltyrði borgaralegra höfunda um þessi efni. 011 er bókin einkar skýr og góð það sem hún nær — og er ágæt hyrjendabók fyrir þá, sem vilja kynna sér þessi efni. SOCIALISM AND ETHICS (Sósíalismi og siðfræði) heitir nýútkomin bók eftir sama höfund. Ræðir höfundur þar um viðhorf marxismans í þessum efnum og kemur víða við. — Eftir- taldar kaflafyrirsagnir gefa nokkra hugmynd um efni bókarinnar: — Auðvaldsþjóðfélag og siðfræði, Breyttar hugmyndir um siðrænt líferni, Grundvöllur siðrænna dóma -— vísindi og siðfræði, þjóð- félag og einstaklingar, fjölskylda, ríki, þjóð. Hvað táknar frelsið —- Sósíalismi og siðrænt líf. Höfundurinn sýnir fram á, hvernig siðferðishugmyndirnar vaxa upp úr samlífi mannanna og breytast með breyttum félagsháttum. Hann er andsnúinn öllum hugmyndum um guðlegan uppruna sið- ferðiskenndarinnar — og sýnir fram á að því aðeins geti siðfræðin orðið nokkurs nýt sem fræðigrein og mannlegur leiðarvísir, að hún

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.