Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 62

Réttur - 01.01.1944, Page 62
66 11 É T T U R THE ECONOMICS OF BARBARISM (Hagkerfi villiinennskunnar) heitir bók eftir Jiirgen Kuczynski og M. Wilt og er nýlega komin út. J. Kuczynski er alkunnur hagfræðingur, sem ritað hefur merkar bækur bæði um vinnulaunakenningu Marxismans og launakjör verkalýðs í ýmsum löndum. Bók sú, er fyrr er getið, fjallar hins veg- ar um hagskipun nazismans — og hina nýju skipan Hitlers í Evrópu. Er þar flett vægðarlaust ofan af þessari svokölluðu „nýju skipan“ — og sýnt fram á hið hræðilega arðrán og kúgun, sem nazisminn beitir undirokaðar þjóðir Evrópu. Nazisminn svífst þar einskis, allt er kúg- að til að þjóna hernaði og stórveldisdraumum Þýzkalands. Hjóli þróunarinnar snúið við, iðnaður og atvinnulíf heilla þjóða eyðilagt, ekkert hugsað uin hvað haganlegt sé alvinnulífi þessara þjóða, þær gerðar að nýlenduþrælum Þýzkalands — og lönd þeirra mest höfð sem hráefnanýlendur. Hér er ekki rúm til að rekja þetla nánar, en þeim sem kann að leika hugur á því skal bent á þessa hók. — Hún er stutt og skýr og gefur ljósa hugmynd um þessi atriði. Paul M. Suieezy heitir amerískur hagfræðingur, sem nýlega hefur gefið út bók um hagfræði marxismans og ber hún titilinn „THE THEORY OF CAPITALIST DEVELOPMENT". Eru þar raktir meginþætlir marxistiskrar hagfræði og þeirrar borgaralegu gagn- rýni, sem komið hefur fram á þeim. En höfundur lætur sér ekki nægja að rekja aðeins kenningar Marx og útlista þær, heldur ritar hann mjög rækilega um þróun hringaauðvaldsins alll til síðustu tíma — og um hagkerfi nazismans. Eru þeir kaflar mjög lærdómsrík- ir. Þá er og útlistun lians á hinum ýmsu þáttuin í kreppukenningum Marx mjög fróðleg og ýtarleg. Mun það ekki ofmælt sem enski hag- fræðingurinn M. Dobb segir um þessa hók, að þetta sé bezta ril um hagfræði marxismans, sem komið hafi út á síðari árum. Ásgeir Blöndal Magnússon.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.