Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 63

Réttur - 01.01.1944, Page 63
MAURICE DOBB: VINNA OG VERKALAUN í Sovétríkjunum Englendingurinn Maurice Dobb er einn fremsti marxistíski hag- frœSingurinn sem nú er uppi og nýtur mikiís álits jyrir rann- sóknir sínar og rit. Hann er háskólakennari í hagfrœSi viS hinn virSulega Cambridgeháskóla og hefur ritaS nokkrar bœlcur um hagfrœSileg efni. Þœr helztu eru: Capitalist Enterprise and Social Progress, Russian Economic Development since the Rc- volution, Wages, PoliticalEconomy and Capitalism. — „Vinna og verkalaun í Sovétríkjunum“ er kafli úr lítilli en gagnmerkri bólc, Soviet Planning and Labour. Það væri hin mesta kórvilla að starblína svo á tæknileg atriði áætlunarinnar, að menn sjái eingöngu samhæfingu hennar og stjórn ofan frá, en gefi ekki gaum að hinum alþýðlega þætti hennar, sem falinn er í virkri þátttöku fólksins og athafnasemi. En margar stoðir renna undir það, að þessi þáttur sé sízt þýðingarminni. Það hefur verið almannaskoðun á Vesturlöndum að ráðstjórnarfólkið væri að mestu óvirkur, sinnulaus lýður, sem hefði fátt til málanna að leggja og enn minna framtak, þegar um væri að ræða framkvæmd áætlana eða fyrirmæla. Viðburðir þeir, sem orðið liafa síðan í júnímánuði 1941, hafa fært greinilegar sönnur á það, að þetta er ein af þeim mörgu hugmyndum, sem menn verða að endurskoða frá rótum. Hitt er mála sannast, að viðburðirnir hafa sýnt að hinn óbreytti borgari, hvort sem hann er bóndi eða sveitakennari, sem gerzt hef- ur skæruliði, hermaður eða flugmaður, eða verkamaður í iðnaði, sem hefur „farið á flakk“, er gæddur athyglisverðum hæfileika lil að standa á eigin fótum og finna úrræði, þótt fótt sé um efni. Við- burðir síðustu ára, bæði í friði og stríði, hafa sýnt mörg dæmi framtaksemi, sem ber vott um algerlega nýtt viðhorf hins óbreytta verkamanns gagnvart iðnaðinum og því þjóðfélagi, sem hann er

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.