Réttur


Réttur - 01.01.1944, Side 67

Réttur - 01.01.1944, Side 67
RÉTTUR 71 í Taganrog jók svo mjög framleiðslu sína (fjórfaldaði hana og jsaðan af meira), að ekki þurfti að byggja fleiri verksmiðjur í þess- ari grein, svo sem áætlað hafði verið.1 Nokkrum mánuðum síðar, í nóvember 1935, var haldið fyrsta Landsjjing Stakanoffa í Moskvu. Og Stalín, sem ávarpaði Jaingið, lýsti því yfir, að með frumkvæði þeirra hefði tekizt „að ónýta úrelta framleiðslumælikvarða og leið- rétta hið áællaða framleiðslumagn iðjunnar og atvinnulegar áætl- anir, sem forgöngumenn iðnaðarins höfðu gert.“ Ekki leið á löngu áður en leitun var á þeirri verksmiðju, að ekki væri Joar hópur Stakanoffa, Jj. e. verkamanna, sem gátu hrósað sér af verulegum ár- angri í starfi sínu og höfðu rétt á að fá sérstakar aukagreiðslur. í stórum verksmiðjum voru Jjeir í Jmsundatali, svo sem kúluleguverk- smiðjunni Kaganovitsj í Moskvu, Jjar sem greindir voru 2000 Stakanoffar meðal 19000 verkamanna.2 Vér sögðum hér að framan, að árangur þessi hefði, að mestu leyti, ekki orðið fyrir „áhlaupa“aðferðir eða vinnu í „skorpum“, heldur fyrir varanlegar endurhætur á vinnubrögðum. Jafnskjótt og aðferðum þessum hafði verið beitt gátu ólærðari og ólaghentari verkamenn numið Jjær auðveldlega og aukið allt framleiðslumagnið. Lctta er auðsætt af mörgum dæmum. I byggingariðnaðinum hafði rússneski múrarinn frá fornu fari hrært steypu sína sjálfur og bæði borið múrsteinana að og múrað þá. Nú var mönnum í sérhverjum vinnuflokki fengið eitt starf að vinna. Ennfremur var vinnunni við hleðslu steinanna breytt á þá lund, að múrarinn þurfti ekki að lyfta hverjum steini nema um eitt fet að meðaltali, í stað einnar alinar áður, með Jjví að skipa steinunum á hækkaðan pall við hlið- ina á múraranum, o. s. frv., og fyrir Jjá sök var hægt að hlaða jafn- mörgum steinum með einum þriðja þeirrar orku, sem áður þurfti. 1 ullarverksmiðjunni Kúntsovskaja breytti konan Sjekúnova um vinnuaðferð og annaðist átta spunavélar í stað tveggja áður og jók 1 B. Marcus um „Stakanoffhreyfinguna" í lnternational Labour Review, júlí 1936, bls. 11—12; Skýrslur frá fyrsta þingi Stakanoffa, 14. nóv. 1935. 2 Sjá Georges Friedmann, De la Sainte Russie á T U.R.S.S. (N.R.F., Gallimard, 1938), bls. 104.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.