Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 78

Réttur - 01.01.1944, Page 78
82 réttur þetta launakerfi sérstök verÖlaun handa brautryöjendum meðal iÖnaðarverkamanna, sem með endurbættum vinnuaðferðum eða meiri áreynslu afköstuðu slíkri vinnu, að samstarfsmönnum þeirra varð til fyrirmyndar. Það var eðlilegt, að verkamenn, sem gengu á undan í þessu efni væru í hávegum hafðir á þessu tímabili, þegar vinnuaflið streymdi úr sveitunum til verksmiðjanna og vaxandi hluti verkalýðsins í iðnaði var skipaður nýliðum sveitanna og knýj- andi nauðsyn var á að varpa fyrir borð gömlum erfðurn íhlaupa- vinnunnar og kreista hvern dropa úr hinum nýja og dýra véla- kosti. En þetta nýja greiðslukerfi fól í sér mikið vandamál. Þegar auk- inn vinnuhraði stafar af aukinni áreynslu mælir sýnilega margt með því, að hækka endurgjaidið, ekki aðeins hlutfallslega, heldur jafn- vel ldutfallslega meira en nemur framleiðslumælikvarðanum (því á ákveðnu stigi verður hver framleiðsluaukning æ erfiðari og felur í sér sívaxandi áreynslu). Á meðan örfáir menn skara fram úr í þessum greinum eru vandkvæðin ekki teljandi. En þegar aukið framleiðslumagn á rót sína að rekja til endurbættra vinnuaðferða, þá er allt öðru máli að gegna. Þegar hinar nýju vinnuaðferðir hafa rutt sér til rúms, þá þarf framleiðsluaukningin ekki að stafa af meiri áreynslu verkamanna (að minnsta kosti ekki neitt í saman- hurði við framleiðsluaukninguna). I annan stað þarf liinn aukni vinnuhraði ekki að vera bundinn við örfáa menn: hann getur orð- ið almennur. Jafnvel „seinvirkur“ verkamaður getur stælt braut- ryðjendurna og lært hinar nýju aðferðir; og vinnuhraði, sem fyrr- um var talinn undantekning, gelur, þegar stundir líða, orðið á allra meðfæri. En þegar svo er komið málum, þá verður fyrir manni það vandamál, að svo miklu leyti er varðar vinnukostnað, að vinnu- hraðinn hafi ekki lækkað, heldur hækkað framleiðslukostnaðinn, því að ákveðin aukning hins venjulega frandeiðslumagns eða mæli- kvarða hefur verið endurgoldin með hlutfallslega hœrri launa- greiðslu. Á tímahili 1. fimm ára áællunarinnar fær það ekki dulizt, að su aukning í framleiðslumagni vinnunnar, sem þá átti sér stað, stafaði fyrst og fremst af endurbættum vélakosti, er verkamenn fengu til

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.