Réttur


Réttur - 01.01.1944, Page 92

Réttur - 01.01.1944, Page 92
% 96 R É T T U R ára skeiö, en í þess stað voru þeir undanþegnir herskyldu.1 Um sama leyli voru sett á skólagjöld í háskólum og æðri menntastofn- unum (undanþegnir voru nemendur, sem sköruðu fram úr í námi), og hefur þetta að líkindum verið gert til þess að aftra mönnum, sem við mundum kalla að hefðu ekki sérslaka hæfileika til æðri mennt- unar, að ganga háskólabrautina og beina þeim inn í iðnskólana. Hinn 19. október var iðnaðarráðunum gefið vald lil að flytja verk- fræðinga og verkamenn á milli iðjuvera, „hvar sem þau væru“. Tilskipunin komst svo að orði, að „til þessa hefðu ráðuneytin ekki haft vald til að gera slíkar ráðstafanir um flutning verkamanna og hefur þetta torveldað atvinnulega þróun landsins“; tilskipunin lagði áherzlu á, hver „þörf væri á, að réttilega væri skipt meðal iðjuvera verkfræðingum, verkamönnum og verkstjórum og ef þörf krefur verður að flytja verkamenn á milli verksmiðja.“ Þessi flutningur „má ekki hafa neitt íjárhagslegt tjón í för með sér fyrir verka- menn,“ og það var séð svo fyrir, að þeir sem fluttir voru milli vinnustaða skyldu fá greiddan ferðakoslnað handa sér og fjölskyldu sinni og allan flutningskostnað búslóðarinnar svo og kostnað við að koma sér niður á hinum nýja vinnustað; ennfremur skyldu þeir fá laun sín meðan þeir eru á ferðalagi og laun sex dögum betur. Verksmiðjustjórnir máttu ekki aftra því, að konur slíkra verka- manna, er fluttir væru til annarrar vinnu, fengi að segja upp stöðum sínum. Sérhver sá er neitaði að hlýðnast slíkri flutningsskipun sætti sömu refsingu og sá, sem hryti tilskipun frá 26. júní um að „fara úr vinnu án leyfis“. Það er til marks um viðbúnað þann, er Sovét- ríkin höfðu til að verjast árás Hitlers, að verkalýðurinn var hein- línis kvaddur lil að vinna eins og ófriður væri uppi, ári áður en styrjöld Þýzkalands og Sovétríkjanna brauzt út. Sverrir Kristjánsson þýddi. 1 Isvestía, 3. okt. 1940; Indust. and Lab. lnformation, Vol xlii, nr. 6 bls. 404—405. 1 Indust. and Lab. Informalion, Vol. xliiii, nr. 2, bls. 207. Þessi tilskipun tók ekki lil verkamanna, sem voru neð'an en í sjölta launaflokki, þ. e. annarra cn faglærðra verkamanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.