Réttur - 01.01.1949, Page 2
2
RÉTTUR
Það má ekki selja né sólunda því,
er sagt var oss bezt með að fara,
svo feðurnir horfi ekki haugunum í
með hrylling á ættlera skara.
Það liggur við sæmd þín og líf þitt sem þjóð,
að láta’ ekki fjötri’ á þig smeygja, —
að hlaða’ ekki sjálf að þér hefndanna glóð,
en hafa þar griðland, sem vaggan þín stóð,
svo synirnir þurfi’- ekki’ að segja:
„Þið selduð oss óborna, allt ykkar blóð
kom yfir oss, dæmda að þegja!
Þið dóuð sem úrkynjuð, þróttvana þjóð
og — þið áttuð skilið að deyja.”
Eg trúi’ ekki’ að liggi þau ósköp á oss,
að eigum vér bölvun þá skilið, —
að sofandi’ ið dýrasta seljum vér hnoss
og sjálfstæði’ og frelsi vort neglum á kross,
og — hröpum í gínandi gilið!
En — látum vér múlbinda’ oss mótmælalaust,
sem mannleysur hopum af verði,
sem þjóð vér oss dæmum til dauða í haust
og deyjum fyr’ eigin sverði!