Réttur - 01.01.1949, Síða 11
RÉTTUR
11
fullyrða þeir að verðið þurfi að mimiata kosti ekki að vera
hærra en á þeim fatnaði, sem hér er fáanlegur. Ég þekki út-
gerðarmann, sem á lítinn bát og hefur hann haldið nákvæma
reikninga yfir afkomu hans undanfarin ár. Honum telst svo
til að innflytjendurnir, sem fengið hafa gjaldeyri þann, sem
báturinn hefur aflað, hafi grætt á honum eina milljón króna
—: eina milljón króna á þessum eina litla bát. Ef eigandi báts-
ins hefði fengið þessa milljón sjálfur, mundi hann vera vel
stæður maður og eiga ekki alllitlar eignir. Nú á hann ekki
fyrir skuldum.
Þá er allt ríkisbáknið utan um verzlunina ekki lítill bú-
hnykkur „til þess að tryggja hagkvæma verzlun og ódýra
vörudreifingu.“ Fjárhagsráð, viðskiptanefnd og skömmtimar-
skrifstofan kosta samtals tæpar f jórar milljónir króna. 1 skjóli
þessara stofnana þróast svo svarti markaðurinn.
Þá stendur þetta fagra fyrirheit í stefnuskránni:
Að öllum vinnandi mönnum, sérstaklega þeim, sem stunda
framleiðslustörf til sjávar og sveita, verði tryggðar réttlátar
tekjur og komið í veg fyrir óeðlileg sérréttindi og spákaup-
mennsku.
Um séréttindin og spákaupmennskuna hefi ég þegar rætt.
Öll vitið þið af eigin reynslu hvemig þau mál standa. Hvað
þá um réttlátu tekjurnar ? Með lögum frá Alþingi hafa löglegir
samningar verkalýðsfélaga verið felldir úr gildi og kaupgjalds-
vísitalan bundin við 300 stig, samfara því sem verðlag á nauð-
synjum hefur hækkað fram úr öllu hófi. Þetta hefur haft þær
afleiðingar að kaupkjör almennings hafa rýmað svo mjög, að
almennt er viðurkennt, að orðið sé gersamlega óviðunandi.
Jafnvel stjórn Alþýðusambandsins, sem eingöngu er skipuð
harðsoðnum stjómarsinnum hefur viðurkennt, að ekki verði
lengur við imað og hvatt öll sambandsfélög til að segja upp
samningimi. Mánaðarkaup Dagsbrúnarmanna samkvæmt al-
menna taxtanum er nú 1680 kr. Hvemig á að leysa þá þmut að
lifa á því kaupi, jafnvel þó menn hafi stöðuga vinnu? —
En nú er svo komið að atvinnuleysi fer mjög í vöxt. Vilja
ráðherrarnir svara því? Vilja þingmennimir sem staðið hafa